Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Starfsfólk Haga og þeirra átta frumkvöðlafyrirtækja sem fengu styrk úr nýsköpunarsjóðnum „Uppsprettunni“, þegar tilkynnt var um styrkina á dögunum.
Starfsfólk Haga og þeirra átta frumkvöðlafyrirtækja sem fengu styrk úr nýsköpunarsjóðnum „Uppsprettunni“, þegar tilkynnt var um styrkina á dögunum.
Mynd / Hagar
Fréttir 6. ágúst 2021

Íslensk matvælaframleiðsla

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hagar hafa veitt átta frumkvöðla­fyrirtækjum styrk að verðmæti 11 milljóna króna til að vinna að nýsköpunarverkefnum í matvælaiðnaði.

Peningarnir koma úr nýsköpunarsjóðnum „Uppspretta“ hjá Högum, sem hefur það markmið að styðja við frumkvöðla til þróunar og nýsköpunar í íslenskri matvælaframleiðslu. Sjóðurinn leggur sérstaka áherslu á að verkefnin sem hljóta styrkveitingu taki tillit til sjálfbærni og styðji innlenda framleiðslu. Alls bárust tugir umsókna um styrk í sjóðinn og valdi matsnefnd átta verkefni til styrkveitingar.

Verkefnin sem hlutu styrkveitingu eru eftirfarandi:

  • The Optimistic Food Group framleiðir ferskar og góðar grænkeravörur. Þeirra fyrsta vara á markað verður Happyroni.
  • Responsible Foods vinnur að framleiðslu á ostasmánaslinu Crunchy Toppers sem er framleitt með nýstárlegri tækni og eykur nýtingu á hráefnum við framleiðslu á þurrkuðu ostanasli.
  • Vegangerðin framleiðir matvörur sem innihalda engar dýraafurðir úr nærumhverfi. Fyrsta vara Vegangerðarinnar verður Tempeh sem er kolvetnarík grænkeravara.
  • Kokteilaskólinn hlaut styrk til framleiðslu á kokteilasírópi í hæsta gæðaflokki. Sírópið er ætlað að auðvelda gerð kokteila, bæði óáfengra og áfengra.
  • Plantbase Iceland vinnur að framleiðslu á næringarríku kjötlíki úr plönturíkinu og nota til þess náttúrulega gerjunarferla. Bongó Bongó verður fyrsta próteinríka vara Plantbase á markað.
  • Livefood ehf. vinnur að framleiðslu á hágæða íslenskum grænkeraostum. Ostarnir verða unnir úr íslenskum kartöflum og því einstakir á heimsvísu.
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...