Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Aðgangseyrir verður lagður á ökumenn bifreiða þegar ekið er að Jökulsárlóni.
Aðgangseyrir verður lagður á ökumenn bifreiða þegar ekið er að Jökulsárlóni.
Mynd / Rolf Gelpke
Fréttir 31. mars 2023

Innheimta svæðisgjalda

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í lok árs 2022 samþykkti stjórn Vatnajökulsþjóðgarðs tillögur um gjaldtöku. Umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra hefur nú sett reglugerð á grundvelli þessara tillagna.

Frá árinu 2017 hafa verið innheimt svæðisgjöld af gestum sem heimsækja Skaftafell. Í sumar tekur í gildi sú nýbreytni að gjald verður tekið fyrir gestkomu við Jökulsárlón á Breiðamerkursandi. Frá þessu er greint á heimasíðu Vatna- jökulsþjóðgarðs. Svæðisgjaldið er lagt á þegar ökutæki kemur að hliði á bílastæði og miðast verðið við stærð bifreiðar. Aðgangseyrir fyrir fimm manna fólksbifreiðar er 1.000 krónur og hækkar gjaldið í nokkrum þrepum. Hæst fer það í 8.500 krónur fyrir rútur sem rúma meira en 33 farþega.

Svæðisgjaldið gildir í sólarhring og er veittur fimmtíu prósent afsláttur ef annað gjaldskylt þjónustusvæði Vatnajökulsþjóðgarðs hefur verið heimsótt áður innan sólarhrings og fullt gjald greitt þar. Þjónustan sem gestir fá aðgang að með greiðslu aðgangseyrisins felst í bílastæðum, gestastofu, salernum, fræðslu og leiðbeiningum frá landvörðum, aðgangi að gönguleiðum og þátttöku í fræðslugöngum þegar þær eru á dagskrá. Tjaldstæðisgjöld eru ekki innifalin.

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...