Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Úr Skorradal. Tré í landi Brekkukots.
Úr Skorradal. Tré í landi Brekkukots.
Mynd / HGS
Fréttir 17. apríl 2023

Hreppsnefnd lagði Skógræktina

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála hafnaði kröfu Skógræktarinnar um að felldar yrðu úr gildi ákvarðanir hreppsnefndar Skorradalshrepps um að hafna umsóknum um framkvæmdarleyfi vegna skógræktar á jörðunum Stóru Drageyri og Bakkakoti.

Skógræktin kærði hreppsnefnd Skorradalshrepps fyrir að hafna framkvæmdarleyfisumsókn þeirra til nýskógræktar. Sveitarstjórn Skorradalshrepps hafnaði umsókninni vegna þess að þær samræmdust ekki aðalskipulagi hreppsins.

Jarðirnar Stóra Drageyri og Bakkakot í Skorradalshreppi eru í eigu ríkissjóðs en Skógræktin fer með umráð og nýtingu þeirra. Sumarið 2022 hóf Skógræktin undirbúningsframkvæmdir á jörðunum fyrir gróðursetningu en þær voru stöðvaðar af lögreglu. Framkvæmdirnar voru leyfisskyldar og ekki hafði verið aflað framkvæmdarleyfis.

Skógræktin sótti þá um framkvæmdarleyfi. Rækta átti fjölnytjaskóg með blönduðum trjátegundum á 188,7 ha lands á jörð Stóru Drageyri. Á Bakkakoti átti að gróðursetja 50.000 birkiplöntur í gróðureyjar á 36 ha svæði.

Samkvæmt aðalskipulagi hreppsins eru þau svæði sem skógræktin átti að fara fram flokkuð til landbúnaðarnota. Sérstakur kafli með reglur um skógrækt innan landbúnaðarsvæða tiltekur að skógrækt umfram 20 ha sé háð framkvæmdaleyfi. Þá segir í útskurðinum að þau svæði sem sótt var um framkvæmdaleyfi fyrir séu utan afmörkunar um fyrirhuguð skógræktarsvæði á landbúnaðarsvæðum samkvæmt aðalskipulagi.

Úrskurðarnefndin taldi því rétt að hreppsnefndin hafnaði umsókn um framkvæmdarleyfi með vísan til þess að fyrirhuguð skógrækt samræmdist ekki aðalskipulagi. Úrskurðurinn var kveðinn upp þann 7. mars sl.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...