Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Hreiðar Hermannsson á hreinan 100% eignarhlut í nýja hótelinu.
Hreiðar Hermannsson á hreinan 100% eignarhlut í nýja hótelinu.
Mynd / MHH
Fréttir 22. mars 2023

Hótel með ísböðum byggt fyrir 9 milljarða króna

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Framkvæmdir eru hafnar við byggingu 200 herbergja fjögurra stjörnu hótels á Orustustöðum í Skaftárhreppi, skammt frá Kirkjubæjarklaustri.

Hótelið mun heita Stracta Orustustaðir líkt og Stracta hótel Hreiðars Hermannssonar á Hellu, en hann er eigandi hótelsins. Átta svítur verða á hótelinu og þá verður boðið upp á ísböð. Hótelið verður um sjö þúsund fermetrar að stærð en hönnuðir gera ráð fyrir að hægt sé að byggja það í áföngum.

„Svona stór uppbygging er gríðarlega atvinnuskapandi en mikill fjöldi mun starfa við verkefnið á uppbyggingartíma. Þegar rekstur er kominn af stað myndum við áætla að þörf væri á 65 stöðugildum við hótelið, sem liggur einnig í margs konar þjónustu við hótelið og gesti.

Eins myndast störf vegna annarrar starfsemi sem áætlað er að reka á jörðinni sem lýtur til dæmis að ræktun, landgræðslu og skógrækt.

En hugmyndafræðin á bak við verkefnið snýr að sjálfbærri uppbyggingu sem þarfnast sérfræðiþekkingar á misjöfnum sviðum,“ segir Margrét Gísladóttir, sem vinnur að verkefninu með Hreiðari. Heildarkostnaður við byggingu hótelsins verður um níu milljarðar króna. Enn er þó óljóst hvenær hótelið verður tekið í notkun. „Við ætluðum okkur náttúrlega að vera komin lengra í ferlinu en ýmsar steinvölur í veginum hafa varnað því,“ segir Margrét.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...