Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sorpurðun.
Sorpurðun.
Mynd / HKr.
Fréttir 15. febrúar 2022

Heildarsorpmagn á hvern íbúa eykst um 100 tonn á þremur árum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Heildarmagn sorps á íbúa í þremur sveitarfélögum á norðaustanverðu landinu hefur vaxið úr 577 tonnum í 678 tonn yfir tímabilið 2017 til 2020. Aukningin nemur um 100 tonnum á þessum þremur árum. Þetta kemur fram á vefsíðu Gaums, sem er sjálfbærniverkefni á Norðausturlandi, vöktunarkerfi þar sem fylgst er með þróun mála á sviði samfélags, umhverfis og efnahags á svæðinu frá Vaðlaheiði í vestri til og með Tjörneshreppi í austri.

Í fyrsta sinn eru nú birt gögn um meðferð sorps í þeim sveitarfélögum sem eiga aðild að Gaumi, en í fyrra voru einungis tvö þeirra með, Norðurþing og Þingeyjarsveit, en að þessu sinni er Skútustaðahreppur einnig með.

Mestur hluti sorps fer í urðun

Mest er aukning í Norðurþingi hvort sem magnið er skoðað í heild eða hlutfallslega. Frá árinu 2018 hefur sorpmagn dregist saman í Skútu­staðahreppi og sömu sögu er að segja frá árinu 2019 í Þingeyjarsveit. Ef heildarmagn sorps á íbúa er skoðað kemur í ljós að á árinu 2020 er það minnst hjá íbúum Skútustaðahrepps, 114, 4 kíló, en mest hjá íbúum Norðurþings, 181 kíló. Það magn sem fer til endurvinnslu eykst örlítið, lífrænum úrgangi til moltugerðar er einungs safnað í Norðurþingi og minnkar magnið milli ára. Sorp sem urðað er í því sveitarfélagi eykst hins vegar, úr 332 tonnum í 443 tonn. Mestur hluti af öllu sorpi á þessu svæði fer enn í urðun, þarnæst til endurvinnslu og loks í moltugerð.

Þau gögn sem unnið er með varðandi meðferð og magn á sorpi snúa eingöngu að heimilum en ekki fyrirtækjum og þau gögn sem notuð eru fyrir Norðurþing tilheyra eingöngu Húsavík og Reykjahverfi. Fram kemur á vef Gaums að íbúar á svæðinu hafi margir hverjir dvalið meira heimavið meðan á heimsfaraldri stóð, en of snemmt sé að draga þá ályktun að það sé skýring á auknu sorpmagni frá heimilum.

Skylt efni: sorpurðun

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...