Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Sorpurðun.
Sorpurðun.
Mynd / HKr.
Fréttir 15. febrúar 2022

Heildarsorpmagn á hvern íbúa eykst um 100 tonn á þremur árum

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir

Heildarmagn sorps á íbúa í þremur sveitarfélögum á norðaustanverðu landinu hefur vaxið úr 577 tonnum í 678 tonn yfir tímabilið 2017 til 2020. Aukningin nemur um 100 tonnum á þessum þremur árum. Þetta kemur fram á vefsíðu Gaums, sem er sjálfbærniverkefni á Norðausturlandi, vöktunarkerfi þar sem fylgst er með þróun mála á sviði samfélags, umhverfis og efnahags á svæðinu frá Vaðlaheiði í vestri til og með Tjörneshreppi í austri.

Í fyrsta sinn eru nú birt gögn um meðferð sorps í þeim sveitarfélögum sem eiga aðild að Gaumi, en í fyrra voru einungis tvö þeirra með, Norðurþing og Þingeyjarsveit, en að þessu sinni er Skútustaðahreppur einnig með.

Mestur hluti sorps fer í urðun

Mest er aukning í Norðurþingi hvort sem magnið er skoðað í heild eða hlutfallslega. Frá árinu 2018 hefur sorpmagn dregist saman í Skútu­staðahreppi og sömu sögu er að segja frá árinu 2019 í Þingeyjarsveit. Ef heildarmagn sorps á íbúa er skoðað kemur í ljós að á árinu 2020 er það minnst hjá íbúum Skútustaðahrepps, 114, 4 kíló, en mest hjá íbúum Norðurþings, 181 kíló. Það magn sem fer til endurvinnslu eykst örlítið, lífrænum úrgangi til moltugerðar er einungs safnað í Norðurþingi og minnkar magnið milli ára. Sorp sem urðað er í því sveitarfélagi eykst hins vegar, úr 332 tonnum í 443 tonn. Mestur hluti af öllu sorpi á þessu svæði fer enn í urðun, þarnæst til endurvinnslu og loks í moltugerð.

Þau gögn sem unnið er með varðandi meðferð og magn á sorpi snúa eingöngu að heimilum en ekki fyrirtækjum og þau gögn sem notuð eru fyrir Norðurþing tilheyra eingöngu Húsavík og Reykjahverfi. Fram kemur á vef Gaums að íbúar á svæðinu hafi margir hverjir dvalið meira heimavið meðan á heimsfaraldri stóð, en of snemmt sé að draga þá ályktun að það sé skýring á auknu sorpmagni frá heimilum.

Skylt efni: sorpurðun

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...