Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 7 mánaða.
Hagnaður hjá Sölufélaginu
Mynd / Bbl
Fréttir 1. maí 2025

Hagnaður hjá Sölufélaginu

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Samkvæmt ársreikningi var hagnaður ársins 2024 rúmar 140 milljónir. Í samanburði var hagnaðurinn rúmar 82 milljónir árið 2023.

Gunnlaugur Karlsson.

„Við höfum leitað allra leiða til að finna hagræðingu og laga til í rekstrinum,“ segir Gunnlaugur Karlsson, forstjóri Sölufélags garðyrkjumanna, aðspurður um bætta afkomu. Félagið hafi meðal annars keypt sér búnað til að auka sjálfvirkni og afköst. „Stærsti hluti rekstrarins er auðvitað launakostnaður, fyrir utan vörukaupin, sem eru í tilfelli Sölufélagsins nokkuð svipuð milli ára.“

Árið byrjar rólega

Rekstrartekjur Sölufélags garðyrkjumanna og dótturfélaga fyrir gjöld og skatta voru tæpir sjö milljarðar. „Vissulega er þetta ekki mikil afkoma miðað við veltu,“ segir Gunnlaugur. „Við höfum alltaf horft til þess að ná allavega eitt prósent hagnaði og við erum aðeins yfir því núna. Meginmarkmið Sölufélags garðyrkjumanna er ekki að skila hagnaði fyrir höfuðstöðvarnar í Reykjavík, heldur að tryggja að eigendur félagsins, sem eru bændurnir, hafi eitthvað úr sínum rekstri.“

Gunnlaugur segir árið byrja rólega út af uppskerubresti í fyrrahaust. „Gulræturnar kláruðust snemma og hvítkálið var búið fyrir áramót. Vöruflæðið er mun minna núna en á sama tíma og í fyrra,“ segir hann. Því megi gera ráð fyrir minni hagnaði í ár en í fyrra.

Stærsta áskorunin fyrir greinina sé hins vegar mikil hækkun á raforkuverði. „Ég met stöðuna þannig að atvinnugreinin sé í stórhættu. Við erum að fá símtöl frá bændum sem eru að hugsa um að hætta að lýsa gróðurhúsin og framleiða vörur þá rétt yfir sumartímann. Þá verður þessi atvinnugrein komin áratugi aftur í tímann og við verðum ekki samkeppnishæf við innfluttar vörur. Þetta er árás á fæðuöryggi þjóðarinnar.“

Sturlaðar verðhækkanir á orku

„Af hverju er rafmagnið að hækka? spyr maður. Þetta er ekki út af Úkraínustríðinu eða orkupökkunum, heldur er þetta mannanna verk. Landsvirkjun svarar því til að það sé skortur á orku og það þurfi að virkja meira, en það breytir því ekki að heimilin og fyrirtækin í landinu taka bara fimmtán prósent af heildarorkunni, þannig að 85 prósent er eyrnamerkt stóriðju. Hér er enginn orkuskortur, heldur er búið að selja meira til stóriðju en heppilegt getur talist.

Þeir sem eru í smásölu á rafmagni geta ekkert gert annað en að hækka því að verðið sem þeir fá í heildsölu frá Landsvirkjun er miklu hærra en nokkurn tímann áður. Við erum að tala um einhverjar sturlaðar hækkanir, en við erum með dæmi um allt upp í fimmtíu prósent á rúmum tólf mánuðum hjá Orkusölunni.

Svo bætist flutningskostnaðurinn ofan á það, en hann hefur líka hækkað langt umfram verðlagsþróun og það er engin leið að skilja af hverju. Bóndi sem notar eitt megavatt í rafmagn og er með 4.500 klukkustunda nýtingu borgar sextíu milljónir á ári í flutningsgjöld til Rarik. Þá er rafmagnið sjálft ekki innifalið í því verði,“ segir Gunnlaugur.

Hagnaðurinn skattlagning

Hann bendir á að Rarik miði gjaldskrá sína við íbúafjölda, ekki notkun. „Ég get ekki trúað því að það sé eitthvað dýrara að tengja aðila sem notar rafmagn á við þúsund heimili þótt hann sé ekki í þéttbýli. Þetta gerir það að verkum að uppbygging í sveitum landsins verður þeim mun minni. Ef þú skoðar ársreikninga Landsvirkjunar og Rarik þá sérðu eitthvað sem stenst ekki skoðun. Þetta er ofurhagnaður sem er að stórum hluta fenginn frá fyrirtækjum og heimilum, ekki stóriðju. Allur hagnaður umfram það sem getur talist eðlilegt er ekkert annað en skattlagning.“

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...