Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 ára.
Gríðarleg úrkoma fyrir austan
Mynd / Heiðar Broddason
Fréttir 17. ágúst 2015

Gríðarleg úrkoma fyrir austan

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdóttir
„Þetta var ansi mikið, en sem betur fór stóð þetta ástand ekki lengi yfir,“ segir Ragn­ar Magnússon bóndi á Skriðufelli í Jökulsárhlíð.  
 
Gríðarleg úrkoma var fyrir aust­an um miðja síðustu viku frá því síðdegis á þriðjudag og fram á miðvikudagskvöld. Veðurstofan gaf út viðvörun þar sem lýst var yfir óvissuástandi vegna skriðuhættu og var vegi í sunnanverðum Seyðisfirði lokað þar sem óttast var að skriður gætu fallið. Sólarhringsúrkoma á veðurathugnarstöð á Hánefsstöðum mældist rúmlega 128 millimetrar frá kl. 9 á þriðjudagskvöld til kl. 9 á miðvikudagsmorgun. Ekki féllu þó skriður eystra, en lítilsháttar skemmd­ir urðu á vegum hér og hvar, m.a. á leiðinni frá Borgarfirði yfir í Loðmundarfjörð.  
 
Heyrúlla flaut 8 kílómetra
 
Ragnar segir að ausandi rigning hafi verið eystra í rúman sólarhring, að auki hafi verið stórstreymt og háflóð, en Skriðufell stendur í um það bil 12 kílómetra fjarlægð frá sjó.  Heyrúllur stóðu á túnum við bæinn og flutu að  minnsta kosti tvær þeirra af stað og lentu einhverja stund undir brú heima við bæinn.  Önnur þeirra losnaði síðan og flaut á brott, „hún fór hér niður eftir ánni og langleiðina út að sjó, ætli hún hafi ekki tekið svona um 8 kílómetra siglingu,“ segir Ragnar.
 
Hann segir að flóð hafi komið í Jökulsá í fyrrasumar. Hann var þá víðs fjarri góðu gamni á landsmóti hestamanna. Flaut þá yfir tún við Skriðufell líkt og nú. „Við erum ekki óvön því að hér flæði yfir tún,“ segir hann.
 
Tæplega hálfnaður með fyrri slátt
 
Tún við Skriðufell voru undirlögð af vatni en Ragnar segir að jafnvægi sé nú að komast á og hefur hann verið að tína upp rúllur sínar síðustu daga. Hann er um það bil hálfnaður með heyskap, búin að ná tæplega 500 rúllum af um 1100. „Ég er svona nokkurn vegin hálfnaður með fyrri slátt og veit alls ekki núna hvort yfirleitt verður eitthvað um seinni slátt hér um slóðir.  Þetta er orðið frekar pirrandi og maður er farinn að hugleiða hvort grípa þurfi til plans b, að rúlla í rigningu, en held að það gangi nú reyndar alls ekki.“
 
Vonandi verður haustið gott
 
Ragnar segir sprettu hafa verið fremur hæga í sumar, enda kalt og blautt fyrir austan flesta daga. „Svo hrekkur maður bara við, það er langt liðið á sumarið og skólar fara senn að byrja, þannig að það er mikil óvissa með framhaldið í heyskapnum,“ segir Ragnar sem er skólabílstjóri á svæðinu. „Það er ekki annað hægt en að halda í vonina um að haustið verði gott.“ 
Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...