Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Góð grásleppuveiði en verð er of lágt
Mynd / vh
Fréttir 12. maí 2022

Góð grásleppuveiði en verð er of lágt

Höfundur: Vilmundur Hansen

Veiðar á grásleppu hafa gengið þokkalega það sem af er yfir­standandi vertíð. Alls fengu 134 bátar leyfi til veiðanna í þá 25 daga sem hverjum báti er úthlutað.

Örn Pálsson, framkvæmdastjóri Landssambands smábátaeigenda, segir að allmargir bátar hafi lokið veiðum og að nýir séu að detta inn.

„Aflinn það sem af er hefur verið góður en samt minni en á sama tíma á síðasta ári. Verð fyrir aflann hefur hækkað um fjórðung en er samt of lágt miðað við kostnað við veiðarnar. Annað sem er áhugavert er að verð á grásleppuhrognum er lágt miðað við verð sem er að fást fyrir annars konar hrogn sem er í hámarki um þessar mundir.“

Veðrið hefur verið grásleppu­sjómönnum skaplegt og einn bátur búinn að landa um 60 tonnum, sem er mjög góður afli, en meðaltal á bát það sem af er vertíðinni er um 22 tonn en var um 37 tonn í fyrra, sem helgast meðal annars af því að dögunum var fækkað úr 30 í 25.

Að sögn Arnar hefur ekki tekist að selja grásleppuhveljur til Kína á þessu ári og fer hún í bræðslu.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...