Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 9 ára.
Skapti Steinbjörnsson, bóndi á Hafsteinsstöðum, ásamt stóðhestinum Oddi frá Hafsteinsstöðum vöktu verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína.
Skapti Steinbjörnsson, bóndi á Hafsteinsstöðum, ásamt stóðhestinum Oddi frá Hafsteinsstöðum vöktu verðskuldaða athygli fyrir framgöngu sína.
Fréttir 11. apríl 2016

Glæsihross á ísmóti

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir
Húnvetningar blésu til ísmóts á Svínavatni þann 5. mars sl. Ísmótið nýtur ávallt nokkurra vinsælda meðal hestamanna en keppnisskráningar voru um 130 hross og þótti hestakosturinn firnasterkur miðað við árstíma. Veðrið lék við gesti og keppendur sem spreyttu sig í þremur keppnisflokkum; tölti ásamt A og B flokki gæðinga.
 
Teitur Árnason fór með sigur af hólmi í tölti annað árið í röð á hryssunni Kúnst frá Ytri Skógum. Stóðhesturinn Hersir frá Lambanesi kom nú fram í keppni undir stjórn Jakobs Svavars Sigurðssonar og sigruðu þeir í flokki alhliðahesta. Sigurvegari B-flokks á Landsmóti 2014, Loki frá Selfossi, kom fram undir stjórn eiganda síns, Ármanns Sverrissonar, og fögnuðu þeir sigri í flokki klárhesta. 
 
Grámann frá Hofi valinn glæsilegasti hestur mótsins
 
Glæsilegasti hestur mótsins var valinn Grámann frá Hofi, Höfðaströnd, en knapi hans var Barbara Wenzl.
 
Úrslit
 
B-flokkur
1. Ármann Sverrisson/ Loki frá Selfossi 8,93
2. Skapti Steinbjörnsson/  Oddi frá Hafsteinsstöðum 8,84
3. Sigurður Sigurðarson/  List frá Langsstöðum 8,74
4. Hans Kjerúlf/ Kjerúlf frá Kollaleiru 8,64
5. Elías Þórhallsson/ Staka frá Koltursey 8,61
6. Jakob Sigurðsson/ Nökkvi frá Syðra Skörðugili 8,54
7. Þór Jónsteinsson/ Þokkadís frá Sandá 8,50
8. Magnús B Magnússon/ Ósk frá Ysta Mói 8,49
 
A-flokkur
1. Jakob Sigurðsson / Hersir frá Lambanesi 8,72
2. Barbara Wenzl / Grámann frá Hofi Höfðaströnd 8,70
3. Teitur Árnason / Hafsteinn frá Vakurstöðum 8,66
4. Hans Kjerúlf / Greipur frá Lönguhlíð 8,56
5. Viðar Bragason / Þórir frá Björgum 8,48
6. Jón Pétur Ólafsson / Urður frá Staðartungu 8,43
7. Helga Una Björnsdóttir / Dögun frá Þykkvabæ 8,41
8. Skapti Ragnar Skaptason / Bruni frá Akureyri 8,39
 
Tölt
1. Teitur Árnason / Kúnst frá Ytri Skógum 8,00
2. Egill Þórir Bjarnason / Dís frá Hvalsnesi 7,67
3. Fríða Hansen / Nös frá Leirubakka 7,33
4. Jakob Sigurðsson / Harka frá Hamarsey 7,17
5. Skapti Steinbjörnsson / Oddi frá Hafsteinsstöðum 7,00
6. Sigurður Sigurðarson / Garpur frá Skúfslæk 6,83
7. Logi Þór Laxdal / Lukka frá Langsstöðum 6,67
8. Linda Rún Pétursdóttir / Króna frá Hólum 6,17

 

4 myndir:

Skylt efni: hross | ísmót

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...