Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Ágúst Sigurðsson, sem er nýráðinn fagstjóri á búfjárræktar- og þjónustusviði RML með starfsstöð á Selfossi.
Ágúst Sigurðsson, sem er nýráðinn fagstjóri á búfjárræktar- og þjónustusviði RML með starfsstöð á Selfossi.
Mynd / Aðsend
Fréttir 31. maí 2023

Glaðbeittur starfsmaður í þjálfun

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Ágúst Sigurðsson á Kirkjubæ á Rangárvöllum hefur nýlega tekið við starfi fagstjóra í búfjárrækt og þjónustu hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML).

Hann er með starfsaðstöðu hjá Búnaðarsambandi Suðurlands á Selfossi. Ágúst var áður sveitarstjóri Rangárþings ytra og þar áður rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. „Þessa dagana er ég glaðbeittur „starfsmaður í þjálfun“. Ég er að kynna mér verkefnin og finna út hverjar áherslurnar eru, hver gerir hvað og hvernig skipulagið er á vinnulagi og slíku. Ég þekki mörg verkefnin sem unnið er að og stóran hluta starfsfólksins þekki ég úr fyrri störfum mínum eða af öðrum vettvangi. Ég veit því að verkefnin eru áhugaverð og samstarfsfólkið öflugt og starfið leggst því vel í mig,“ segir hann.

Ágúst er búvísindamenntaður með doktorspróf í búfjárerfðafræði frá SLU í Svíþjóð. „Ég þrífst á því að sinna krefjandi og fjölbreyttum störfum og láta til mín taka eftir bestu getu án þess að gerast mjög þaulsætinn í hverju verkefni fyrir sig. Margt af því sem ég hef gert um ævina tengist með einum eða öðrum hætti landbúnaði og því þekki ég það svið ágætlega.“

Áfram þarf fólk að borða

Þegar Ágúst er spurður um stöðu landbúnaðarins heilt yfir stendur ekki á svari. „Tækifærin liggja víða og kannski nú sem sjaldan fyrr. Almennt er ekki skortur á áhuga fyrir verkefnum í landbúnaði og tækni og vísindum fleygir fram. Áfram þarf fólk að borða og spurn eftir þjónustu sem sprettur fram í landbúnaði er svo sannarlega til staðar. Þetta stendur með okkur. Jafnvægi hinna ýmsu þátta þarf hins vegar að vera til staðar svo framtíðin haldist björt í landbúnaði. Nýting auðlinda þarf að vera skynsamleg og afrakstur starfseminnar hjá hverjum og einum að vera nægur. Þar liggur stóra verkefnið,“ segir Ágúst.

Gagnagrunnar stórkostleg auðlind

Ágúst segir að það séu mjög spennandi tímar fram undan þegar búfjárræktin er annars vegar. „Aðferðir og tækni sem voru á hugmyndastigi fyrir tiltölulega fáum árum síðan eru nú komin á stig nýtingar og framkvæmda. Nýting erfðamengjaúrvals og greining arfgerða sem tengjast alls kyns verðmætum og áhugaverðum eiginleikum er nú staðreynd, líka hér við okkar aðstæður. Gagnagrunnar okkar um íslenskt búfé eru stórkostleg auðlind sem þarf að halda áfram þétt utan um og efla á alla lund. Áhugi á búfjárrækt er mjög almennur meðal íslenskra bænda, það er mikilvægt. Það sem þarf að hafa í huga hvað varðar árangur í flestum greinum búfjárræktar er að ræktunarstarfið er í rauninni samstarfsverkefni, ef einum gengur vel þá gagnast það öllum að verulegu marki,“ segir Ágúst. Hann bætir við að það skipti miklu að gagnasöfnun sé traust og almenn og að allir taki þátt í framkvæmd ræktunarstarfsins og leggi sitt af mörkum. Nauðsynleg tækifæri hvers og eins til að skara fram úr séu engu að síður til staðar.

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins
Fréttir 19. apríl 2024

Fyrsti umplöntunarróbóti landsins

Í maí í fyrra var settur upp umplöntunarróbóti á gróðrarstöðinni Sólskógum í Kja...

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum
Fréttir 19. apríl 2024

Ólöglegur frágangur á dýrahræjum

Opinn gámur, yfirfullur af dýrahræjum, stóð á dögunum á steyptu bílastæði við in...

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni
Fréttir 18. apríl 2024

Verslunarrekstur í dreifbýli er samfélagsverkefni

Vegamót á Bíldudal er matvöruverslun og veitingastaður. Gísli Ægir Ágústsson, ve...

„Allt of fáar messur“
Fréttir 18. apríl 2024

„Allt of fáar messur“

Tryggvi Sveinn Eyjólfsson, sem er á sautjánda aldursári, hefur vakið athygli fyr...

Íslenskar sængur um allan heim
Fréttir 18. apríl 2024

Íslenskar sængur um allan heim

Íslenskur dúnn ehf. selur æðardúnsængur beint til viðskiptavina um heim allan. Þ...

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign
Fréttir 17. apríl 2024

Vörðust ásælni ríkisins í jarðareign

Kristín Lárusdóttir og Guðbrandur Magnússon, bændur að Syðri- Fljótum í Meðallan...

Breyttar reglur um flutning líflamba
Fréttir 17. apríl 2024

Breyttar reglur um flutning líflamba

Verklagsreglur hafa verið endurskoðaðar um flutning á lömbum með verndandi eða m...

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins
Fréttir 16. apríl 2024

Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á dögunum var Gýgjarhólskot í Bis...