Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Búfjáreigendur í Dalabyggð munu greiða fast gjald fyrir förgun dýrahræja með fasteignagjöldum.
Búfjáreigendur í Dalabyggð munu greiða fast gjald fyrir förgun dýrahræja með fasteignagjöldum.
Mynd / ÁL
Fréttir 16. febrúar 2023

Gjaldskrá fyrir söfnun og eyðingu dýraleifa

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Sveitarstjórn Dalabyggðar samþykkti á fundi sínum í desember að innheimta gjald af dýraeigendum fyrir söfnun og eyðingu dýrahræja.

Frá þessu var greint á vef stjórnartíðinda í síðasta mánuði. „Förgunargjaldið byggir á fjölda búfjár á lögbýlum í sveitarfélaginu miðað við búfjárskýrslur Matvælastofnunar og verður innheimt með fasteignagjöldum.

Miðað er við að dýrahræ séu sótt til bænda og annarra búfjáreigenda með skráðan bústofn og komið í viðeigandi meðhöndlun. Farin verður ein ferð í viku að jafnaði,“ segir í bókun sveitarstjórnar.

Verðskráin gefur til kynna árlegt gjald sem reiknað er út frá stærð stofns. Sveitarstjórnin reiknar gjaldið í fjórum mismunandi þrepum og byrjar við 28.600 krónur fyrir aðila sem eiga færri en tuttugu ær.

Hæst er gjaldið 87.230 fyrir aðila sem eiga fleiri en áttatíu ær. Eitt hross reiknast sem þrjár ær og einn nautgripur sem fimm ær.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...