Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 10 mánaða.
Framleiðendur í ylrækt þurfa að mæta miklum kostnaðarhækkunum sem hafa komið fram á undanförnum mánuðum.
Framleiðendur í ylrækt þurfa að mæta miklum kostnaðarhækkunum sem hafa komið fram á undanförnum mánuðum.
Mynd / smh
Fréttir 6. febrúar 2025

Garðyrkjubændur bíða eftir útspili stjórnvalda

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Miklar raforkuverðshækkanir á garðyrkjubændur í ylrækt nú um áramótin koma illa við garðyrkjubændur, að sögn Gunnlaugs Karlssonar, forstjóra Sölufélags garðyrkjumanna.

Gunnlaugur segir að raforkukostnaðurinn sé annar stærsti rekstrarþátturinn. „Miklar kostnaðarhækkanir komu fram í aðdragandanum að þessum raforkuhækkunum núna, þannig að þetta kom ekki á góðum tíma.

Greinin hefur verið að tæknivæða sig og hagræða og það hefur náðst mikill árangur á því sviði á undanförnum árum. Góð eftirspurn hefur verið eftir vörunni og bæði neytendur og kaupmenn hvetja garðyrkjubændur til að auka við ræktunina og svara þeirri eftirspurn. Hér er um að ræða vörur í hæsta gæðaflokki og skilyrði til ræktunar á Íslandi eru mjög hagstæð. Hreint vatn, engin varnarefni og ferskar afurðir beint á markaðinn daglega,“ segir Gunnlaugur.

Fordæmalausar verðhækkanir

„Fyrir var mikil ósanngirni í verðlagningu á dreifingu og nú sölu á rafmagni til margra aðila á almenna markaðnum, þar með talið garðyrkjubænda sem teljast ekki stórnotendur í skilningi laganna,“ heldur Gunnlaugur áfram.

„Það er hins vegar ekkert í starfsumhverfi raforkukerfisins sem kallar á þessar miklu hækkanir núna, en er einfaldlega afleiðing af breyttu kerfi þar sem salan á raforku til almenna markaðarins og þar af leiðandi garðyrkjubænda er komin á uppboðsmarkað. Vandinn er að Landsvirkjun er ekki lengur með verðskrá og selur ekki lengur beint til fyrirtækja sem þjóna almenna markaðnum á fyrirsjáanlegu föstu verði heldur í gegnum uppboðsmarkað. Þau smásölufyrirtæki sem þurfa viðbótarmagn til að mæta sveiflum á almenna markaðnum verða að mæta þeim með viðbótarkaupum á uppboðsmarkaði á ófyrirsjáanlegu verði. Þetta hefur gert það að verkum að allir aðilar í smásölu á rafmagni inn á almenna markaðinn hafa stökkbreytt sínum verðskrám með fordæmalausum hækkunum langt umfram það sem áður hefur sést sem kemur illa við öll heimili og fyrirtæki í landinu.“

Landsvirkjun getur mætt sveiflum almenna markaðarins

Spurður um hvað hann sjái fyrir sér sem mögulegar, sanngjarnar lausnir í stöðunni, segir Gunnlaugur að eini aðilinn sem geti mætt þessum sveiflum í notkun á almennum markaði sé Landsvirkjun. „Hún hefur Þórisvatnssvæðið og getur aukið eða minnkað aflið, meðal annars í Búrfellsvirkjun, til að mæta þessum sveiflum. Aðrir sem framleiða rafmagn á Íslandi eru ekki í þeirri stöðu þar sem ekki er hægt að sveifla rafmagnsframleiðslu í gufuaflsvirkjunum að neinu marki.

Það er auðvitað dapurleg staðreynd að við séum ekki með virka löggjöf eins og öll nágrannalöndin í kringum okkur um afhendingaröryggi á rafmagni til heimila og mikilvægra innviða í samfélaginu, eins og til flugvalla, spítala og matvælaframleiðslu. Það er því algjörlega undir stjórnvöldum komið að taka á þessum vanda öllum til hagsbóta.

Ég mæli með því að franska leiðin verði farin, þar sem fyrirsjáanlegt raforkuverð og afhendingaröryggi er tryggt til þess hluta markaðarins sem á að njóta forgangs.“

Gunnlaugur bendir á að það mætti taka strax til skoðunar hvort það magn sem Landsvirkjun getur sett inn á kerfið úr uppistöðulónunum ætti ekki í meira mæli að vera rafmagn til sveiflujöfnunar og þá gætu markaðsaðilar lækkað verðið aftur.

„Ég hef trú á því að lausnin sem stjórnvöld vinni að sé tvíþætt; annars vegar að setja einhverja plástra á þetta ófremdarástand sem er í gangi og hins vegar að vinna að því til lengri tíma að koma lagi á raforkulögin þannig að hagsmunir mikilvægra innviða í landinu séu tryggðir; bæði í afhendingaröryggi og fyrirsjáanleika í verði.“

Vilja hafa verðið samkeppnishæft

Varðandi vöruverðshækkanir hjá garðyrkjubændum innan Sölufélags garðyrkjumanna nú í kjölfar mikilla hækkana um síðustu áramót, segir Gunnlaugur að það eigi eftir að koma endanlega í ljós, því aðkoma stjórnvalda geti skipt afar miklu máli.

„Óskastaðan er vitanlega sú að bændur geti áfram boðið ferskt íslenskt grænmeti inn á markaðinn á sem samkeppnishæfustu verði.“

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar
Fréttir 15. desember 2025

Vinnuaðferðum skilað til nýrrar kynslóðar

Út eru komnar þrjár bækur um verk Gunnars Bjarnasonar húsasmíðameistara sem smíð...

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Af hverju er T137 betra?
16. desember 2025

Af hverju er T137 betra?

Svínaskanki að þýskum sið
16. desember 2025

Svínaskanki að þýskum sið

Ekki gripið í tómt
16. desember 2025

Ekki gripið í tómt

KR-ingar efstir
16. desember 2025

KR-ingar efstir

Fiskur sem ekki má veiða
30. apríl 2018

Fiskur sem ekki má veiða