Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tveir eggjaframleiðendur munu hætta starfsemi í júní og verða þá átta bú starfandi.
Tveir eggjaframleiðendur munu hætta starfsemi í júní og verða þá átta bú starfandi.
Mynd / ghp
Fréttir 24. mars 2023

Framleiðslan heldur dampi þrátt fyrir fækkun búa

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Tvö eggjabú munu hætta framleiðslu í júní nk. Formaður deildar eggjabænda segir að aðrir framleiðendur hafi þegar aukið framleiðslu sína sem nemur þeirri fækkkun. Þótt markaðurinn sé viðkvæmur og mikill fjöldi ferðamanna kalli á aukna framleiðslu horfi ekki í eggjaskort á árinu.

Alls eru starfandi tíu eggjabú á tólf jörðum á landinu og hefur innlend framleiðsla svarað innlendri eftirspurn eftir ferskum eggjum. Einhver innflutningur hefur þó átt sér stað, aðallega af söltuðum, gerilsneyddum eggjarauðum sem notaðar eru í sósugerð.

Í júní næstkomandi mun allri eggjaframleiðslu með hænum í búrum verða hætt, og eftir það verða allar varphænur í lausagöngu.

Halldóra K. Hauksdóttir, formaður deildar eggjabænda.

„Vegna þess mikla kostnaðar sem er því samfara hafa tveir eggjaframleiðendur hætt sinni eggjaframleiðslu hvað ég best veit,“ segir Halldóra K. Hauksdóttir, formaður deildar eggjabænda hjá Bændasamtökunum og eggjabóndi hjá Grænegg í Sveinbjarnargerði. „Aðrir framleiðendur hafa þó stækkað umfang sitt sem samsvarar framleiðslu þeirra búa.“

Tæp 4.500 tonn framleidd

Eggjamarkaðurinn er viðkvæmur að sögn Halldóru. „Júní, júlí og ágúst eru stærstu eggjasölu- mánuðir ársins og er það til- komið vegna ferðamannafjölda.Því þurfa framleiðendur að taka mið af og mæta aukinni eftirspurn þá mánuði.“


Engar aðgengilegar opinberar hagtölur liggja fyrir um framleiðslu eggja í dag. Nokkur ár eru síðan búfjáreftirlit og Hagstofan söfnuðu saman tölum um fjölda varphæna og framleiðslumagn í hverju héraði.


Framleiðendur þurfa hins vegar að gefa upp magntölur til Matvælastofnunar vegna eftirlitsgjalds og ýmissa rannsókna. Samkvæmt upplýsingum frá stofnuninni nam framleiðsla eggja í fyrra 4.453 tonnum. Er það mun meiri framleiðsla en árið 2021 þegar hún nam 3.949 tonnum, en minna en árið 2020 þegar framleiðslan var 4.745 tonn.

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f