Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Feðgarnir Bradley og Barney Walsh tóku upp hluta af vinsælum þætti sínum í Laugalandskógi þar sem þeir sóttu sér jólatré.
Feðgarnir Bradley og Barney Walsh tóku upp hluta af vinsælum þætti sínum í Laugalandskógi þar sem þeir sóttu sér jólatré.
Mynd / Skógræktarfélag Eyfirðinga
Fréttir 17. janúar 2022

Frægasta jólafuran kom úr Laugalandsskógi

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Feðgarnir Bradley og Barney Walsh voru meðal þeirra fjöl­mörgu sem heimsóttu Laugalands­skóg á aðventunni til að höggva sitt eigið jólatré.

Athöfnin var tekin upp og sýnd í þættinum Bradley and Barney: Breaking Dad at Christmas á sjón­varps­stöðinni ITV í Bretlandi á sjálft aðfangadagskvöld. Gert er ráð fyrir að um 20 milljón manns hafi fylgst með gjörningnum.

„Þeir feðgar ásamt fylgdarliði, um 40 manns, voru afar viðkunnanlegir og viðræðugóðir, sungu jólalögin og þáðu að sjálfsögðu rjúkandi ketilkaffi og popp þegar draumatréð var fundið,“ segir á Facebook-síðu Skógræktarfélags Eyfirðinga. „Þessi knáa eyfirska stafafura hefur sem sagt lagt heiminn að fótum sér.“ 

Ingólfur Jóhannsson, framkvæmdastjóri Skógræktarfélags Eyfirðinga, splæsti í mynd af sér með feðgunum.

Skylt efni: Laugalandsskógur

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...