Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Árneshreppur er fámennasti hreppur landsins og telur 50 íbúa. Horft yfir Norðurfjörð að Reykjaneshyrnu.
Árneshreppur er fámennasti hreppur landsins og telur 50 íbúa. Horft yfir Norðurfjörð að Reykjaneshyrnu.
Mynd / Svanlaug Sigurðardóttir
Fréttir 2. janúar 2023

Fjölgar mest í Árneshreppi

Höfundur: Vilmundur Hansen

Þjóðskrá hefur birt íbúafjölda landsins eftir sveitarfélögum í desember 2022.

Þegar horft er til hlutfallslegrar breytingar á íbúafjölda á tímabilinu 1. desember 2021 til 1. desember 2022 hefur íbúum Árneshrepps fjölgað mest síðastliðið ár, eða um 22,0%, en íbúum þar fjölgaði um níu. Á sama tímabili fjölgaði íbúum á landinu um 3,4%. Árneshreppur er fámennasti hreppur landsins og telur 50 íbúa.

Hlutfallslega fjölgaði íbúum næstmest í Kjósarhreppi, 16,7%, eða um 41. Einnig var töluverð hlutfallsleg fjölgun í Ásahreppi, eða um 12,3% og Bláskógabyggð, eða 10,5%. Af 64 núverandi sveitarfélögum þá fækkaði íbúum í 9 sveitarfélögum en fjölgaði eða stóð í stað í 55 sveitarfélögum.

Íbúum Reykjavíkurborgar fjölgaði um 4.003 á tímabilinu frá 1. desember 2021 til 1. desember 2022 og íbúum Kópavogsbæjar fjölgaði á sama tímabili um 813. Íbúum Akureyrarbæjar fjölgaði á tímabilinu um 300 og í Reykjanesbæ hefur fjölgað um 1.628 íbúa, eða um 8,0%. Íbúum Seltjarnarnesbæjar fækkaði hins vegar um 64, eða 1,4%.

Samkvæmt tölum Þjóðskrár fjölgaði íbúum í öllum landshlutum. Hlutfallslega mest hefur fjölgunin verið á Suðurnesjum, eða um 6,6% sem er fjölgun um 1.927 íbúa. Íbúum á Suðurlandi fjölgaði um 4,3% á tímabilinu, eða um 1.406 íbúa. Samtals fjölgar íbúum á landinu öllu um 11.319 frá 1. desember 2021, sem er um 3,4%.

Skylt efni: íbúafjöldi

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f