Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, lífrænir bændur í Vallanesi.
Eymundur Magnússon og Eygló Björk Ólafsdóttir, lífrænir bændur í Vallanesi.
Mynd / smh
Fréttir 22. maí 2018

Eygló nýr formaður lífrænna bænda

Höfundur: smh

Á aðalfundi VOR, félags fram­leiðenda í lífrænum búskap, í byrjun apríl síðastliðins var Eygló Björk Ólafsdóttir, bóndi í Vallanesi, kjörin nýr formaður. Hún tekur við formennsku af Gunnþóri Guðfinnssyni. Með Eygló í stjórn eru Guðfinnur Jakobsson, Guðmundur Ólafsson ritari, Kristján Oddsson gjaldkeri og Þórður G. Halldórsson.

Inngangan í Bændasamtök Íslands mun hjálpa félaginu

Á Búnaðarþingi 2018 var samþykkt aðildarumsókn frá félaginu og segir  Eygló að það muni án efa hjálpa til við að móta félagið betur. „Félagið er opið að því leyti að það eru aðalfélagar sem eru með vottun, en aukafélagar geta þeir orðið sem vilja tilheyra lífrænu hreyfingunni og leggja málefnum hennar lið. 

Ég myndi vilja sjá VOR þróast á þá leið að það yrði vettvangur ekki síður fyrir þá sem stunda fullvinnslu með lífrænt vottað hráefni.

Þá er endurreisn fagráðs í burðarliðnum sem vonandi eykur möguleika á rannsóknum og fræðslustarfi. Það þarf til að mynda að leysa áburðarmál á stórum skala fyrir lífræna framleiðendur,“ segir Eygló.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...