Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tún í framræstu mýrlendi eru stór hluti heildarlosunar á gróðurhúsa- lofttegundum frá landnýtingu.
Tún í framræstu mýrlendi eru stór hluti heildarlosunar á gróðurhúsa- lofttegundum frá landnýtingu.
Fréttir 10. febrúar 2023

Endurmat á losun frá ræktarlandi

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Losun gróðurhúsalofttegunda frá ræktarlöndum bænda, einkum tún í framræstu mýrlendi, er stór hluti heildarlosunar frá landnýtingarhluta landbúnaðar.

Við útreikninga á þessum hluta í losunarbókhaldi Íslands hefur verið stuðst við rannsóknir Rannsóknastofnun landbúnaðar- ins frá 1975, en nú hafa matvælaráðu- neytið og umhverfis-, orku- og loftslagsráðuneytið ákveðið að ráðist
verði í endurmat á þessari losun.

„Landgræðslan hefur nú gert samning við ráðuneytin um að halda utan um vinnu við að meta losun frá ræktarlandi og við erum að hefja viðræður við Landbúnaðarháskóla Íslands og Háskóla Íslands um kaup á nauðsynlegri rannsóknavinnu af þeim.

Samningurinn gerir ráð fyrir rannsóknum sem standa munu yfir í þrjú ár því það er nauðsynlegt til að fá upplýsingar sem eru marktækar,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri.

Rannsóknir Rannsóknastofnunar landbúnaðarins eru í dag nýttar til að áætla losun frá 55 prósentum alls ræktarlands Íslands, sem er metið um eitt prósent af heildarflatarmáli Íslands. Í umfjöllun ráðuneytanna um verkefnið fram undan kemur fram að talsverður breytileiki sé í losun gróðurhúsalofttegunda frá ólíkum landflokkum og landsvæðum. Nýlegar rannsóknir bendi til að þörf sé á að endurmeta stuðla sem notaðir hafa verið um þessa losun og bindingu frá ólíkum svæðum.

Ráðuneytin hafa unnið í sameiningu að undirbúningi verkefnisins og er gert ráð fyrir fyrstu niðurstöðum árið 2024, en lokaniðurstöðum í árslok 2026.

Ólíkt íslenskum landbúnaði er landnýtingarhluti hans – og skógræktin – ekki á beinni ábyrgð Íslands í losunarbókhaldinu gagnvart alþjóðlegum skuldbindingum í loftslagsmálum.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...