Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 11 mánaða.
Birkiplanta í mel.
Birkiplanta í mel.
Mynd / Aðsend
Fréttir 29. mars 2023

Endurheimt vistkerfa

Höfundur: HGS

Mossy earth er alþjóðleg hreyfing um endurreisn vistkerfa sem er fjármögnuð með frjálsum framlögum frá einstaklingum og fyrirtækjum.

Nú þegar er fjöldi verkefna víða um heim farin að skila árangri við endurheimt vistkerfa. Mossy Earth vinnur af hugsjón. Megináhersla er að vinna með vistkerfi sem fyrir voru í landinu og í tilfelli Íslands er endurheimt náttúruskóga (birkiskóga) og endurheimt votlendis í hávegum. Ekki er unnið að framleiðslu vottaðra kolefniseininga né öðrum beinum fjárhagslegum ávinningi.

Á þremur árum hefur Mossy Earh átt í farsælu samstarfi við Skógræktina og hafa þau nú þegar gróðursett 60.000 birkiplöntur til endurreisnar skógar á rofnu landi. Nú hafa þau áhuga á að vinna enn frekar að endurreisn skógarvistkerfa á Íslandi og vilja hefja samstarf við bændur eða aðra landeigendur.

Mjög upplýsandi og greinargóðar umfjallanir um verkefni þeirra er að nálgast á heimasíðu þeirra, www.mossy.earth, og vert er að mæla mjög með Youtube-síðu þeirra því þar er fjöldann allan af fróðleik að finna.

Skógræktin getur haft milligöngu um samband við Mossy Earth. Áhugasamir geta sent tölvupóst á throstur@skogur.is.

Halla tekur upp Íslenskt staðfest
Fréttir 28. mars 2024

Halla tekur upp Íslenskt staðfest

Halla Sif Svansdóttir Hölludóttir, garðyrkjubóndi og eigandi Sólskins grænmetis ...

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands
Fréttir 27. mars 2024

Uppfærsla á stefnumörkun Bændasamtaka Íslands

Fjölmörg mál voru til afgreiðslu á nýliðnu Búnaðarþingi 2024, úr fimm nefndum, s...

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025
Fréttir 27. mars 2024

Endurnýting heimil til 1. nóvember 2025

Matvælaráðuneytið hefur tilkynnt um frestun á gildistöku banns við endurnýtingu ...

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi
Fréttir 27. mars 2024

Horfið frá framleiðslutengdum stuðningi

Fyrirkomulag landbúnaðarstuðningskerfis á Íslandi mun taka miklum breytingum ef ...

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst
Fréttir 26. mars 2024

Hyggur á slátrun í haust ef leyfi fæst

Fyrrverandi sláturhússtjóri á Vopnafirði ætlar ekki að láta deigan síga þrátt fy...

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal
Fréttir 26. mars 2024

Niðurskurði lokið á fé úr Blöndudal

Niðurskurður á sauðfé frá bæjunum Eiðsstöðum og Guðlaugsstöðum í Blöndudal fór f...

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga
Fréttir 26. mars 2024

Kornræktarfélag gengur í endurnýjun lífdaga

Kornræktarfélag Suðurlands verður endurvakið sem viðskiptavettvangur ræktenda og...

Grípa þarf tækifærin
Fréttir 26. mars 2024

Grípa þarf tækifærin

Forseti Íslands, Guðni Th. Jóhannesson, telur að bændur eigi að leyfa sér að hor...