Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Sóttvarnadýralæknir segir mjög varasamt að tala um þróun í sýklalyfjaónæmi þegar jafn fáir stofnar Salmonellu og raun beri vitni standi bak við niðurstöðutölur.
Sóttvarnadýralæknir segir mjög varasamt að tala um þróun í sýklalyfjaónæmi þegar jafn fáir stofnar Salmonellu og raun beri vitni standi bak við niðurstöðutölur.
Fréttir 28. október 2025

Ekki talinn vöxtur í sýklalyfjaónæmi kjúklinga

Höfundur: Steinunn Ásmundsdóttir

Vigdís Tryggvadóttir, sérgreinadýralæknir súna og lyfjaónæmis hjá Matvælastofnun, segir villandi að halda því fram að sýnataka í kjúklingum í fyrra, í samræmi við reglugerð um vöktun á sýklalyfjaónæmi í dýrum og matvælum, hafi sýnt vaxandi ónæmi.

Greint var frá því í Bændablaðinu fyrr í október að framkvæmd sýnataka í kjúklingum í samræmi við reglugerð um vöktun á sýklalyfjaónæmi í dýrum og matvælum sýndi vaxandi ónæmi. Kom þetta fram í fregn Embættis landlæknis um sameiginlega ársskýrslu embættisins og Matvælastofnunar um sýklalyfjanotkun og sýklalyfjanæmi baktería hjá mönnum og dýrum fyrir árið 2024, sem kom út fyrir skömmu.

Vigdís segir að í skýrslunni hafi komið fram að fleiri salmonellustofnar úr kjúklingum reyndust ónæmir miðað við fyrri ár.

„Mjög varasamt er að tala um þróun (s.s. vaxandi sýklalyfjaónæmi) þegar svona fáir stofnar standa á bak við tölurnar. Ýmsar skýringar geta verið á því að það er aukið ónæmi, m.a. salmonellutýpan. Þessar niðurstöður þýða ekki að það sé aukning á ónæminu í heild sinni eða einhvers konar þróun,“ útskýrir hún.

„Það væri hins vegar réttara að skoða ónæmi E. coli bendibaktería ef maður vill skoða þróun, eins ESBL/AmpC/karbapenemasamyndandi E. coli. Þar liggja mun fleiri sýni bak við tölurnar og sýni tekin í slembiúrtaki. Sé það skoðað þá virðist þróunin vera öfugt við fullyrðinguna „vaxandi sýklalyfjaónæmi“ (sbr. töflu 21 á bls. 126 í skýrslunni). Eins er ónæmi í kjúklingarækt lægra en til dæmis í svína- eða sauðfjárrækt,“ segir Vigdís enn fremur.

Ársskýrslan var unnin í samstarfi við Landspítala, Lyfjastofnun, Tilraunastöð Háskóla Íslands í meinafræði að Keldum og Umhverfisstofnun.

Í grein Bændablaðsins voru m.a. helstu niðurstöður sýnatöku úr kjúklingum í fyrra raktar og þar stuðst við ársskýrsluna.

Skylt efni: sýklalyfjaónæmi

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...