Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Efnahagsleg áhrif stríðsins í Úkraínu kalla á tafarlaus viðbrögð
Mynd / Diana Vyshniako
Fréttir 28. mars 2022

Efnahagsleg áhrif stríðsins í Úkraínu kalla á tafarlaus viðbrögð

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Efnahags- og framfarastofnunin, OECD, telur að innrás Rússa í Úkraínu muni hafa mikil og langvarandi áhrif á efnahag um allan heim. Í nýrri skýrslu stofnunarinnar kemur fram að hagvöxtur er skör minni í ár vegna átakanna en verðbólga gæti aukist um 2,5% um allan heim.

Vöruverð hefur og mun hækka mikið samkvæmt skýrslunni. Rússland og Úkraína standa undir um þriðjungi af útflutningi á hveiti í heiminum og eru auk þess afar mikilvægir framleiðendur áburðar og málma sem notaðir eru í iðnaði.

Hráefnisverð rýkur upp

Heimsmarkaðsverð á hveiti hefur hækkað um 88,4% frá janúar 2022, áburðarverð um 77,3% og verð á maís um 42,1%. Verð á nikkel hækkar um 63,4%, palladíum hækkar um 34,8% og álverð um 17%. Afleiðingar þessa eru og verða gífurlegar að mati Efnahags- og framfarastofnunarinnar. Með truflunum á aðfangakeðju hveitis, maís og áburðar má búast við auknu hungri og fæðuóöryggi um allan heim. Hækkun málmverðs mun meðal annars leiða af sér áhrif á flugvéla- og bílaframleiðslu.

Þar sem Evrópa reiðir sig mjög á orkuframboð Rússa mun kostnaður á olíu og jarðgasi aukast gríðarlega og bitna á heimilum álfunnar og trufla fjölbreytta framleiðslu vöru og þjónustu.

Um 27% af eldsneyti og 41% af jarðgasi til Evrópu kemur frá Rússlandi samkvæmt Mathias Cormann, framkvæmdastjóra OECD, en hann sagði við kynningu skýrslunnar að það muni taka nokkur ár að byggja upp orkuöryggi í Evrópu og aðgerðir í þá átt þyrftu að hefjast strax.

OECD óttast andstöðu við hnattvæðingu

Aðalhagfræðingur stofnunarinnar, Laurence Boone, benti á að um leið og hagkerfi heimsins væru að reyna að rísa úr tveggja ára kreppu vegna heimsfaraldurs sé augljóst að stríðið muni skaða enn frekar alþjóðlegan efnahag og auka verðbólgu.

Laurence Boone, yfirhagfræðingur OECD. 

„Við sjáum að stríðið hefur vakið upp öfl andsnúin hnattvæðingu sem gætu haft djúpstæð og ófyrirsjáanleg áhrif. Stefnur stjórnvalda gegna mikilvægu hlutverki við að endurreisa það öryggi sem glatast hefur,“ segir Laurence Boone.

Áhyggjur stofnunarinnar beinast ekki síst að fátækari ríkjum sem reiða sig mjög á ódýran innflutning á kornvörum frá Rússlandi og Úkraínu. Framboðsskortur kallar á tafarlaus og samheldin viðbrögð stjórnvalda heimsins. Forgangsatriði sé að hlúa að þeim flótta- mönnum sem nú flýja í milljónavís frá Úkraínu.

OECD metur það svo að markvissar ráðstafanir í ríkisfjár­málum upp á um 0,5% af vergri landsframleiðslu (GDP) gæti dregið verulega úr efnahagslegum áhrifum kreppunnar án þess að auka verðbólgu.

Sama sláturhús sektað þrisvar
Fréttir 17. maí 2024

Sama sláturhús sektað þrisvar

Matvælastofnun (MAST) hefur þrisvar sinnum á þessu ári lagt stjórnvaldssekt á sv...

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna
Fréttir 17. maí 2024

KS hagnaðist um 5,5 milljarða króna

Hagnaður Kaupfélags Skagfirðinga af rekstri félagsins á árinu 2023 reyndist rúml...

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...