Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Mikil saga, hefð og þekking er á bak við vélaframleiðslu í bænum St. Valentin í norðausturhluta Austurríkis.
Mikil saga, hefð og þekking er á bak við vélaframleiðslu í bænum St. Valentin í norðausturhluta Austurríkis.
Fréttir 13. janúar 2022

CNH Industrial besta alþjóðlega starfandi fyrirtækið í Austurríki annað árið í röð

Höfundur: Hörður Kristjánsson

Leiðandi fyrirtæki í Austurríki hafa valið dráttarvéla­fram­leiðandann CNH Industrial Austria, móðurfélag Case IH og STEYR, sem besta alþjóðlega starfa­ndi fyrirtækið 2021.

CNH Industrial vann verðlaunin líka árið 2020 og er þetta sagt undirstrika stöðu Case í landinu undir kjörorðunum „Austurrísk gæðaframleiðsla“, eða „Quality made in Austria“.

IH og STEYR dráttarvélar eru fram­leidd­ar í St. Valentin í Niederöster­reich „Neðra Austur­ríki“, sem er í norðausturhluta lands­ins.

Keppnin er viðurkennd sem mikilvægasta viðskiptakeppni landsins og er skipulögð af Pricewater­house Coopers (PwC), austurríska dagblaðinu „Die Presse“ og fjármálagagnaveitunni KSV1870.

Stór hluti af 750 starfsmönnum í verksmiðju CNH Industrial í St. Valentin í Austurríki eru bændur sem þar starfa í hlutastarfi.

Með áherslu á útflutning

„Alþjóðlegi“ keppnisflokkurinn er opinn fyrirtækjum með alþjóðlega uppbyggingu, viðskiptamódel og virðiskeðju/viðskiptavinaskipulag. Þeir verða að framleiða vörur eða þjónustu sem skipta máli á heimsmarkaði, þar sem útflutningur er umtalsverður hluti framleiðslunnar, og hafa erlend útibú.

Verksmiðjan í St. Valentin framleiðir Case IH og STEYR dráttarvélar fyrir viðskiptavini í Evrópu, Afríku, Mið-Austur­lönd­um, Asíu og í kringum Kyrra­hafið.

Í St. Valentin er löng saga og hefð fyrir nýstárlegri landbúnaðartækni, sem og metnaðarfullri og háþróaðri framleiðslutækni. CNH Industrial byggir á sérfræðiþekkingu og ástríðu 750 starfsmanna sinna, en hátt hlutfall þeirra eru bændur sem sem eru í hlutastarfi í verksmiðjunni. Síðan verksmiðjan var opnuð árið 1947 hafa verið í framleiðslu margar mismunandi vörulínur og dráttarvélagerðir, þar á meðal Case IH Optum CVXDrive, Puma Series, Maxxum Series og Luxxum dráttarvélar, ásamt STEYR Absolut CVT, Terrus CVT, Impuls CVT, Profi Series og Multi models.

Regnhlíf margra tegunda

CNH Industrial er regn­hlífar­fyrirtæki yfir fjölda þekkra merkja í landbúnaðartækjum, vinnuvélum, og atvinnubílum. Þar má nefna dráttarvélategundirnar New Holland, Case IH, Case Construction og Steyr, bifreiðaframleiðslufyrirtækin IVECO, Iveco Astra, Iveco Bus, Iveco defence vehicles, Heuliez Bus, Magirus slökkvibíla og vélaframleiðslufyrirtækið FPT. 

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...