Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 5 ára.
Mjólkurframleiðslan í Wisconsin skilaði mun meiru inn í hagkerfið í því ríki en sítrus ræktunin í Flórída sem þekkt er fyrir appelsínur og aðra slíka sítrus ávexti.
Mjólkurframleiðslan í Wisconsin skilaði mun meiru inn í hagkerfið í því ríki en sítrus ræktunin í Flórída sem þekkt er fyrir appelsínur og aðra slíka sítrus ávexti.
Fréttir 5. febrúar 2020

Búum hefur fækkað um nær 1.500 á tveim árum

Höfundur: Hörður Kristjánsson
Á síðasta ári hættu um 10% kúabúa í  Wisconsin í Bandaríkjunum starfsemi sinni samkvæmt gögnum landbúnaðarráðuneytisins. Slær þessi hlutfallsfækkun út árið 1018 þegar 7,25% kúabúa hættu starfsemi. 
 
Þann 1. janúar síðastliðinn voru 7.292 mjólkurkúahjarðir í Wisconsin og hafði þeim þá fækkað um 818 frá 1. janúar 2019. Þessu til viðbótar var starfsemi hætt á 638 kúabúum árið 2018, þannig að á tveim árum  hefur kúabúum fækkað um 1.456. 
 
Mjólkurframleiðslan mikilvæg fyrir hagkerfið
 
Af ríkjum Bandaríkjanna eru flest stóru kúabúin í Kaliforníu með yfir 5000 gripi, eða 35 bú, en Wisconsin er með flest bú með undir 100 kúm, eða 4.756. 
 
Samkvæmt gögnum samtaka mjólkur­framleiðenda í Wisconsin (Dairy Farmers of Wis­cons­in – DFW) skilaði mjólkur­fram­leiðslan þó mun meiru inn í hagkerfið í því ríki en sítrusræktunin í Flórída sem þekkt er fyrir appelsínur og aðra slíka sítrus­ávexti. Þannig skilaði mjólkur­fram­leiðslan 45,6 mill­jörðum dollara inn í efna­hag­skerfi Wisconsin á meðan sítrusræktunin skilaði 7,2 milljörðum inn í hagkerfið í Flórída. Til samanburðar skilaði kartöfluræktunin 2,7 milljörðum inn í hagkerfið í Idaho. 
 
Samkvæmt úttekt Madison háskólans í Wisconsin höfðu 154.000 manns atvinnu sína af kúabúskap og mjólkurframleiðslu í Wisconsin-ríki árið 2017 og af þeim fjölda fengust 1,26 milljarðar í skatta til ríkisins og gjöld til sveitarfélaga. 
 
Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum
Fréttir 5. desember 2025

Fæðuöryggi byggir á alþjóðaviðskiptum

Torfi Jóhannesson, ráðgjafi hjá Nordic Insights, er höfundur skýrslu um neyðarbi...

Matvæli hluti af þjóðaröryggi
Fréttir 5. desember 2025

Matvæli hluti af þjóðaröryggi

Matvæla- og næringarfræðideild Háskóla Íslands skilaði fyrir skemmstu af sér til...

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur
Fréttir 5. desember 2025

Skerpt á reglugerðum um erfðabreyttar lífverur

Breytingar á reglum um erfðabreyttar lífverur hafa verið kynntar til umsagnar í ...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 5. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...