Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 mánaða.
Skorað er á SS að hefja aftur sölu á vömbum til íslenskra neytenda.
Skorað er á SS að hefja aftur sölu á vömbum til íslenskra neytenda.
Mynd / Bbl
Fréttir 14. október 2025

Ákall eftir íslenskum vömbum

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Á vefnum island.is hefur verið stofnað til undirskriftalista þar sem skorað er á Sláturfélag Suðurlands (SS) að gefa fólki aftur tækifæri til að kaupa íslenskar vambir til sláturgerðar á haustin, líkt og áður var gert.

Aldís Sigfúsdóttir er ábyrgðarmaður undirskriftalistans og segir hún að á síðasta ári hafi SS hætt að selja neytendum þetta grunnhráefni til sláturgerðar. „Um haustið 2018 stóð til að SS myndi hætta sölu á vömbum innanlands, en þá var hætt við vegna fjölda áskorana. Við erum að reyna að snúa ákvörðuninni aftur við núna. Aðalástæðan fyrir því að þetta er svo mikilvægt mál fyrir okkur, er að vambir hafa verið notaðar í margar aldir til sláturgerðar á Íslandi og þetta er hefð sem má ekki glatast. Það eru mikil verðmæti í því að geta notað hefðbundnar vambir í stað þessara innfluttu gerviefna sem eru í boði,“ segir Aldís.

Sláturgerð byggir brýr á milli kynslóða

Hún segir mörg rök vera fyrir því að reyna að snúa við ákvörðun SS. „Það má til dæmis nefna að sláturgerð er fjölskylduhefð; foreldrar, ömmur, afar og börn koma saman til þess að gera slátur og hún byggir brýr á milli kynslóða. Verklagið og þekkingin að hreinsa og nota vambirnar má ekki glatast á Íslandi.

Sérstakt vambabragð er af slátri í raunverulegum vömbum, sem ekki finnst af slátri í gervi-vömbum. Hinar hefðbundnu vambir eru lífræn afurð og hún gerist ekki betri.

Sumir Íslendingar borða ekki bara slátrið heldur líka umbúðirnar, hinar lífrænu vambir. Slátur er holl og góð vara – og ekki dýr – og getur þess vegna verið mörgum góð búbót.

Gervivömbum haldið að kaupendum

Aldís segist telja að SS selji allar vambirnar úr landi. „SS hefur verið að halda gervivömbunum að kaupendum eins og til dæmis með því að hafa aðeins gervivambir í sláturkössunum, sem seldar eru í verslunum – og selt svo hinar íslensku vambir sem sérvöru.

SS ætlar að fara að byggja nýja afurðastöð á Selfossi, sem væntanlega mun kosta sitt, en það er ekki hægt að gera við eða kaupa tvær þvottavélar til að hreinsa 10–15% af þeim vömbum sem þeir fá á haustin og selja íslenskum neytendum. En það er hægt að grófhreinsa allar vambirnar og selja þær erlendu fyrirtæki,“ segir Aldís enn fremur.

Of lítil eftirspurn

Steinþór Skúlason, forstjóri SS, segir að svör fyrirtækisins séu hin sömu og í fyrra. „Eftirspurn var orðin það lítil að ekki borgaði sig að hafa fólk í þessu og endurnýja vélbúnað eins og hefði þurft. Við flytjum vambirnar út en þær eru skolaðar, sem er allt annað en kalónaðar vambir.

Það mætti einnig líta öðruvísi á þetta mál og þakka okkur fyrir að hafa haldið áfram að bjóða þessa vöru löngu eftir að allir aðrir í landinu hættu því.“

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...