Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Auk þess sem 35 kindur drápust í eldinum, brunnu útihús, hey og rúlluvél.
Auk þess sem 35 kindur drápust í eldinum, brunnu útihús, hey og rúlluvél.
Fréttir 30. janúar 2023

35 kindur drápust í bruna

Höfundur: Vilmundur Hansen

„Aðkoman var óhugnanleg og þetta er mikið áfall,“ segir Guðjón Björnsson, bóndi að Syðri- Hömrum II, sem missti 35 kindur í bruna 23. janúar síðastliðinn. Auk þess sem útihús, rúlluvél og hlaða brunnu.

„Húsin, sem voru gamalt fjós, tvö samliggjandi fjárhús og hlaða, eru að mestu ónýt. Við ætlum að reyna að endurreisa nýrra fjárhúsið en hin húsin eru ónýt og ekkert annað að gera en að rífa þau.

Við gerðum allt sem var hægt að gera og fjöldi slökkviliðsmanna kom okkur til aðstoðar og það náðist að bjarga fé nágrana míns en allur okkar fjárstofn, 35 kindur, drapst í brunanum. Í hlöðunni var eitthvað af gömlu heyi í rúllum og þær brunnu og ég var með rúlluvél í geymslu og hún brann líka.“

Eldur kom líklega upp í dráttarvél

Guðjón segir að konan sín, Helga Björk Helgadóttir, hafi fyrst orðið vör við eldinn um klukka níu um kvöldið og að henni hafi sýnst að það hafi kviknað í út frá dráttarvél sem var sett í hús fyrr um daginn eftir notkun.

Ég geri mér ekki grein fyrir því hversu mikill fjárhagslegur skaði varð af brunanum en hann er talsverður. Bara rúlluvélin kostar á fimmtu milljón og svo á eftir að meta húsin og féð.“

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...