Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Spár gera ráð fyrir að í þéttbýliskjarnanum Árnesi muni íbúum fjölga ört næstu árin en nú er sveitarfélagið í skipulagsvinnu á svæðinu.
Spár gera ráð fyrir að í þéttbýliskjarnanum Árnesi muni íbúum fjölga ört næstu árin en nú er sveitarfélagið í skipulagsvinnu á svæðinu.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 19. maí 2023

200 ný heilsársstörf

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Mikil umsvif eru í Skeiða- og Gnúpverjahreppi. Í farvatninu er uppbygging Fjallabaða og ásamt gestastofu í Þjórsárdal.

Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða- og Gnúpverjahrepps, sem segir mjög spennandi tíma fram undan í sveitarfélaginu.

„Með þessum tveimur verkefnum verða til um 200 heilsársstörf á svæðinu, það munar um minna í ekki stærra sveitarfélagi,“ segir Haraldur Þór Jónsson, sveitarstjóri Skeiða­ og Gnúpverjahrepps, en skráður íbúafjöldi er 576.

Áætlað er að gestastofan verði opnuð sumarið 2025 og Fjallaböðin í desember 2025.

Þjórsárdalurinn

Haraldur Þór segir að Þjórsárdalurinn í heild sé mikil náttúruperla sem hafi hingað til verið lítið sóttur af erlendum ferðamönnum.

„Það er ljóst að þar verður fjölgun ferðamanna mikil sem kallar á mikla uppbyggingu innviða í Þjórsárdal til að stýra umferð ferðamanna á ábyrgan hátt. Í Þjórsárdal er einnig stærsta friðlýsing minja á Íslandi sem mikilvægt er að vernda og gera góð skil á þeirri miklu sögu.“

Byggt og byggt í Árnesi

Haraldur Þór segir að að spár geri ráð fyrir að íbúar sveitarfélagsins verði orðnir kringum 1.400 talsins árið 2032.

„Ef þessar spár ganga eftir verður það mikil áskorun að byggja upp innviði samfélagsins til þess að geta þjónustað nýja íbúa vel. Megnið af íbúðauppbyggingunni mun eiga sér stað í Árnesi og erum við í skipulagsvinnu með að móta hvernig byggðin muni byggjast upp. Gangi áætlanir eftir gæti Árnes verið orðinn stærsti byggðarkjarni uppsveitanna eftir 10 ár.“

Risa grænmetisframleiðsla

En það er ekki bara uppbyggingin í kringum Fjallaböðin og gesta­stofuna í Þjórsárdal í Skeiða-­ og Gnúpverjahreppi því á sveitarstjórnarfundi þann 5. apríl sl. var tekin fyrir ósk Landnýtingar ehf. um risalóð til uppbyggingar grænmetisframleiðslu af stærðar­gráðu, sem óþekkt er á Íslandi.

Ef af verður mun það styrkja atvinnulíf sveitarfélagsins til muna.

„Töluverður hluti starfanna við ræktunina yrðu hátæknistörf og áætlað er að megnið af framleiðslunni verði til útflutnings. Raungerist verkefnið er áætlaður heildarfjöldi starfa 284 þegar búið verður að byggja upp alla starfsemina árið 2032.“

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...