Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Með viðurkenningu Breta á því að „íslenskt lambakjöt“ sé verndað afurðaheiti verður hægt að vísa sérstaklega til íslensks uppruna vörunnar á breskum mörkuðum.
Með viðurkenningu Breta á því að „íslenskt lambakjöt“ sé verndað afurðaheiti verður hægt að vísa sérstaklega til íslensks uppruna vörunnar á breskum mörkuðum.
Mynd / Aðsend
Fréttir 6. janúar 2025

„Íslenskt lambakjöt“ verndað afurðaheiti

Höfundur: Sigurður Már Harðarson

Gagnkvæm viðurkenning er nú á landfræðilegum afurðaheitum Íslands og Bretlands og er „íslenskt lambakjöt“ þar með orðið verndað afurðaheiti í Bretlandi.

Hafliði Halldórsson.

Þetta var samþykkt á fundi sameiginlegrar nefndar fríverslunarsamnings EES EFTA- ríkjanna við Bretland. Með viðurkenningunni verður hægt að vísa sérstaklega til íslensks uppruna vörunnar þegar lambakjötið er selt á breskum markaði.

Hafliði Halldórsson, framkvæmdastjóri markaðsskrifstofunnar Icelandic lamb, segir að í þessu felist ekki stór tíðindi í sjálfu sér til skamms tíma litið þar sem takmarkað magn lambakjöts sé til útflutnings. „Þetta skref er eðlilegt framhald af staðfestingu ESB á skráningunni í fyrra þar sem hún rúllar áfram til meðferðar í gegnum stjórnsýsluna hjá þeim þjóðum sem eru eins og við með gagnkvæman samning við ESB um vernduð afurðaheiti.“

Hann segir hins vegar rétt að árétta að vernd afurðaheita skili merktum afurðum að meðaltali ríflega tvöföldu útsöluverði gagnvart staðgönguvörum í Evrópu. „Svo að hér er um dýrmætt skref að ræða og full ástæða til að hvetja fleiri íslenska framleiðendur til að leita leiða til að vernda sínar afurðir í gegnum kerfi verndaðra afurðaheita. Má þar nefna hin íslensku búfjárkynin og afurðir þeirra svo dæmi sé tekið,“ segir Hafliði og minnir á að enn séu lausir endar innan íslenskrar stjórnsýslu sem hamli fullri notkun á verndinni hérlendis.

Fríverslunarsamningur EES EFTA-ríkjanna, það er Íslands, Lichtenstein og Noregs, við Bretland hefur verið virkur frá árinu 2022 og miðar að því að tryggja náin viðskiptatengsl samningsaðila í kjölfar útgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu og Evrópska efnahagssvæðinu, en Bretland er meðal stærstu viðskiptalanda Íslands.

Skylt efni: íslenskt lambakjöt

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...