Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Volvo – ég rúlla
Á faglegum nótum 18. ágúst 2017

Volvo – ég rúlla

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fyrsta Volvo-bifreiðin var smíðið í Svíþjóð árið 1927. Hugmyndin að baki bílunum var að framleiða bíl sem þyldi erfiða vegi eða öllu held­ur vegslóða í sveitum Sví­þjóðar og kuldann í landinu. Á latínu þýðið orðið volvo „ég rúlla“.

Volvo hóf framleiðslu á drátt­ar­vélum undir lok seinni heimstyrjaldar enda hrundi sala á bifreiðum en á sama tíma jókst eftirspurn mikið eftir traktorum til matvælaframleiðslu. Fyrstu Volvo-traktorarnir voru hann­aðir og framleiddir í samvinnu við ­sænska dráttarvélaframleið­andann Bolinder-Munkell sem Volvo keypti síðan árið 1973.

Fyrsta Volvo dráttarvélin kom á markað 1944 en Volvo T41 eins og týpan kallaðist var í raun lítið annað en Bolinder-Munkell GBMV-1 undir vöruheiti Volvo og öðruvísi á litinn. Bolinder-Munkell var grænn en Volvo rauður. Vélin í báðum var átta strokka, gírarnir fimm og báðar voru fáanlegar á stálhjólum eða gúmmítúttum og náðu tíu kílómetra hraða.

Minni dráttarvélar

Á árunum eftir heimstyrjöldina síðari dró úr eftirspurn eftir stærri dráttarvélum og Volvo hóf framleiðslu á minni traktorum með fjögurra strokka vél sem kallaðist Volvo T21.

Eftir að Volvo yfirtók Bolinder-Munkell var öll dráttarvélaframleiðsla Volvo flutt í verksmiðjur Bolinder-Munkell.

Nafni Bolinder-Munkell var haldið við í nokkur ár en þar sem nafnið Volvo var þekkt­ara á heimsvísu varð það ofan á og nafnið Bolinder-Munkell dæmt til gleymsku.

Á sjöunda áratug síð­ustu aldar jókst eftir­spurn eftir kraftmiklum traktorum aftur og árið 1966 setti Volvo á markað  vél sem var 100 hestöfl og kallaðist T800. Á sama tíma voru skandínavískir dráttarvélaframleiðendur leiðandi í öryggismálum dráttarvéla eins og bifreiðum.

Árið 1978 hófu Volvo og finnski dráttarvélaframleiðandi Valmet samstarf sem stóð í nokk­ur ár. Volvo hætti framleiðslu á traktorum árið 1985.

Volvo dráttarvélar á Íslandi

Samkvæmt því sem segir á heima­síðu Fornvélafélags Íslands ­komu ellefu Volvo dráttarvélar til Íslands árið 1949 en síðan virðast þær hverfa af markaði hér. Á heimasíðu Landbúnaðarsafns Íslands ­segir í frétt frá 2004 að það ár bætt­ist í safnkostinn Volvo T22 dráttarvél árgerð 1949. „Vélin er vestan úr Valþjófsdal, gefin af þeim Guðmundi Steinari Gunnarssyni og bróðursonum hans, þeim Þorfinni og Þresti Þorvaldssonum, frá Þorfinnsstöðum. Vélin er í mjög góðu standi og henni fylgir sláttuvél frá Westeråsmaskiner.

Á sinni tíð máttu fyrstu eigend­urnir, Björgmundur á Kirkjubóli og Gunnar á Þorfinnsstöðum, brjótast með vélina yfir óvegi um Ófæru, enda þetta fyrsta vél sem í Dalinn kom. Þar gegndi hún ýmsum hlutverkum um árabil en naut góðs atlætis hjá Þorvaldi, syni Gunnars, á Þorfinnsstöðum síðari árin en síðan Guðmundi bróður hans.

Volvóinn er safninu fengur því á sinni tíð var sams konar vél á Hvanneyri, sem margir hafa spurt eftir. Fáar vélar þessarar gerðar komu til landsins, líklega aðeins um tugur, en þær reyndust hins vegar vel.“

Skylt efni: Gamli traktorinn | Volvo

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...