Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Þorsteinn Hafþórsson með flotta veiði.
Þorsteinn Hafþórsson með flotta veiði.
Mynd / GB
Í deiglunni 31. maí 2017

Veiðitíminn er mjög stutt undan

Höfundur: Gunnar Bender
Þorsteinn Hafþórsson og Edda Brynleifsdóttir á Blönduósi stofnuðu  fyrirtækið Vötnin Angling Service vorið 2014 og var hugmyndin að gera út á veiðileiðsögn og að leigja fólki veiðistangir til að fara að veiða í einhverjum af fjölmörgum vötnum Austur-Húnavatnssýslu.
 
Við hittum Þorstein fyrir  skömmu en það styttist í að laxveiðin byrji fyrir alvöru, eins og  í Blöndu,  þar sem Þorsteinn þekkir sig vel.
 
,,Þetta vatt upp á sig mjög fljótt með fyrirtækið og nú í apríl síðastliðnum var opnuð veiðibúð í nýju húsnæði í gamla bænum á Blönduósi,“ sagði Þorsteinn og hélt áfram: ,,Þar eru leigðar út fullbúnar veiðistangir, seld veiðileyfi í nokkur vötn og beita,“ segir Þorsteinn enn fremur.
 
En boðið er upp á flugukastnámskeið á vorin og Þorsteinn starfar sem stangveiðileiðsögumaður allt sumarið. Á veturna má fá leigðan eða keyptan búnað til ísdorgs. Með haustinu er ætlunin að byrja að gera út á kajakferðir með leiðsögn.
 
,,Hvað varðar mína uppáhalds­veiði þá er það að komast í góða sjóbirtingsá með vinum mínum á haustin, slaka þar á og njóta lífsins eftir sumartörnina í leiðsögn. Besta minning er úr Vatnamótunum þar sem ég setti í alvöru skepnu sem þveraði yfir Skaftána eins og ég væri ekki til. Lagðist svo við hinn bakkann og til að gera langa sögu stutta þá gafst ég upp eftir óralangan tíma og lét reyna á græjurnar. Þá losnaði út út honum og ég fékk þríkrækjuna sex upprétta á tveimur krókum,“ sagði Þorsteinn og var allur á iði. Veiðitíminn er  stutt undan.

Skylt efni: veiði | stangveiði

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...