Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Tæplega 30 milljörðum króna verður varið til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu á næsta ári.
Tæplega 30 milljörðum króna verður varið til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu á næsta ári.
Mynd / Job Savelsberg
Fréttir 4. desember 2024

Vegaframkvæmdum forgangsraðað

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Alls verður rúmum 27 milljörðum króna ráðstafað til framkvæmda og viðhalds á vegakerfinu á árinu 2025. Það var ljóst við samþykkt fjárlaga frá Alþingi þann 18. nóvember sl.

Meðal stærstu framkvæmda sem unnið verður að eru Reykjanesbraut (Krýsuvíkurvegur – Hvassahraun), brú og vegtengingar við Hornafjarðarfljót og tvö verkefni á Vestfjarðavegi (Gufudalssveit og Dynjandisheiði) og Norðausturvegur (Brekknaheiði), að því er fram kemur í tilkynningu frá innviðaráðuneytinu.

Fjögur göng

Einnig er gert ráð fyrir framlögum vegna undirbúnings jarðganga á fjórum stöðum; Fljótagöng, Hvalfjarðargöng, milli Ólafsfjarðar og Dalvík og milli Súðavíkur og Ísafjarðar. Þar að auki hefjast framkvæmdir vegna Ölfusárbrúar á næsta ári en gert er ráð fyrir að veggjöld af umferð muni standa undir kostnaði við framkvæmdir og tefji því ekki framkvæmdir við aðra samgönguinnviði.

Fækkun einbreiðra brúa

Tæpir 4,3 milljarðar króna fara í framlög í fjölbreytt sameiginleg verkefni samkvæmt tilkynningu innviðaráðuneytisins. „Þar á meðal verða 2,5 ma. kr. settir í að leggja slitlag á tengivegi um land allt og 500 m.kr. í að fækka einbreiðum brúm, eða samtals 3 ma.kr. Stefnt er að því að einbreiðum brúm fækki um fimm árið 2025, á Hringveginum og utan hans.“

Skylt efni: Samgöngumál | vegakerfið

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...