Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Mána og Presti var vel fagnað af áhorfendum að úrslitum loknum.
Mána og Presti var vel fagnað af áhorfendum að úrslitum loknum.
Mynd / wcicelandichorses2017
Fréttir 12. ágúst 2017

Ungir heimsmeistarar í hestaíþróttum

Höfundur: GHP

Ungu knaparnir íslenska landsliðsins hafa verið að slá í gegn á heimsmeistara móti íslenska hestsins sem fram fer í Oirscot í Hollandi.

Á fimmtudag sigraði Konráð Valur Sveinsson gæðingaskeið ungmenna og í dag bættust tvö gull við til íslenska landsliðsins.

Gústaf Ásgeir Hinriksson og Pistill frá Litlu-Brekku sigruðu í fjórgangi. Þeir komu inn í úrslit í efsta sæti og héldu því allt til loka. Önnur varð Filippa Helltén frá Svíþjóð og Máni frá Galtanesi og samlanda hennar Yrsa Danielsson og Hector från Sundsby voru þriðju.

Gústaf Ásgeir og Pistill sigruðu fjórgangskeppni ungmenna. Mynd/Jacco Suijkerbuijk

Aðeins þrjú ungmenni kláruðu úrslit fjórgangsins. Annar fulltrúi íslenska landsliðsins, Anna Bryndís Zingsheim þurfti að hætta keppni eftir að hryssan hennar, Náttrún vom Forstwald , missti skeifu. Olivia Ritschel og Alvar frá Stóra-Hofi frá Þýskalandi hætti einnig keppni þegar ungmennin sýndu brokk.

Eins fóru Máni Hilmarsson og Prestur frá Borgarnesi alla leið í úrslitum fimmgangs ungmenna. Þeir tryggðu sér sigur með því að hljóta langhæstu einkunn keppenda fyrir skeið. Í öðru sæti varð Sasha Sommer og Kommi fra Enighed frá Danmörku og Elsa Teverud frá Svíþjóð og Bíða frá Ríp urðu þriðju.

Á morgun fara fram A-úrslit í öllum hringvallargreinum fullorðinna. Bein útsending er frá hestaveislunni á vefsíðunni oz.com

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...