Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Mikil óvissa er uppi um framhald hagræðingar á fyrirkomulagi slátrunar og kjötvinnslu meðan mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. fer í gegnum dómstóla.
Mikil óvissa er uppi um framhald hagræðingar á fyrirkomulagi slátrunar og kjötvinnslu meðan mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. fer í gegnum dómstóla.
Fréttir 15. janúar 2025

Undanþágan beint til Hæstaréttar

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Hæstiréttur samþykkti að taka fyrir mál Samkeppniseftirlitsins og Innnes ehf. án þess að það fari fyrst fyrir Landsrétt.

Samkeppniseftirlitið leitaði eftir leyfi til að áfrýja beint til Hæstaréttar, dómi Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í nóvember. Forsaga málsins er sú að Samkeppniseftirlitið hafnaði beiðni Innnes ehf. um að grípa til íhlutunar gagnvart háttsemi framleiðendafélaga á grundvelli undanþáguheimilda frá samkeppnislögum sem settar voru fyrr á árinu.

Málið fékk flýtimeðferð innan Héraðsdóms Reykjavíkur. Í dómi hans er ákvörðun Samkeppniseftirlitsins felld úr gildi því dómurinn taldi undanþáguheimildina ekki hafa lagagildi því tildrög lagabreytingarinnar hafi strítt gegn stjórnarskránni. Dómurinn taldi að frumvarp, sem síðar varð að lögum, hafi aðeins fengið tvær umræður en ekki þrjár eins og áskilið er í stjórnarskránni.

Frá því undanþáguheimildirnar tóku gildi hefur Kaupfélag Skagfirðinga keypt Kjarnafæði Norðlenska og fyrir lá samþykkt kauptilboð kaupfélagsins í sláturhús B.Jensen þegar dómur héraðsdóms var kveðinn upp. Þá höfðu töluverðar breytingar verið fyrirhugaðar á sláturfyrirkomulagi og kjötvinnslu á Norðurlandi.

Í ákvörðun Hæstaréttar frá 18. desember sl. segir að dómurinn geti haft fordæmisgildi og verulega almenna þýðingu, meðal annars um túlkun stjórnarskrárinnar og endurskoðunarvald dómstóla varðandi stjórnskipulegt gildi laga. Því veitti dómurinn leyfi til áfrýjunar beint til dómsins.

Hæstiréttur synjaði hins vegar fjórum málskots- beiðnum vegna sama máls. Kaupfélag Skagfirðinga, Búsæld, Neytendasamtökin og íslenska ríkið höfðu öll óskað eftir að koma sjónarmiðum sínum á framfæri. Í ákvörðun Hæstaréttar segir þó að ekki sé loku fyrir það skotið að heimild kunni að standa til aukameðalgöngu aðilanna fyrir réttinum. Það verði hins vegar undir dómurum málsins í Hæstarétti komið.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...