Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Tollvernd á kartöflur efld
Fréttir 19. desember 2023

Tollvernd á kartöflur efld

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Í nýsamþykktu fjárlagafrumvarpi hafa Norðmenn breytt frá föstu innflutningsgjaldi fyrir hvert kíló kartaflna.

Með því að láta tollinn miðast við ákveðið prósentuhlutfall af verði vörunnar vonast stjórnvöld til að styrkja stoðir innlendrar framleiðslu. Bjørn Gimming, formaður norsku bændasamtakanna, fagnar þessum breytingum. Þá er jafnframt búið að breyta tollaumhverfi á landbúnaðarafurðum eins og íssalati, gulrófum, rauðrófum og sellerí. Í viðtali á heimasíðu norsku bændasamtakanna leggur Gimming sérstaka áherslu á að þetta sé aðeins fyrsta skrefið, því að breyta þurfi tollavernd á fleiri vörum til að tryggja áframhaldandi norska matvælaframleiðslu og auka sjálfsaflahlutdeild landsins.

Gagnrýnendur hafa spáð því að smásöluverð á kartöflum geti hækkað um helming, eða úr 257 íslenskum krónum upp í 515. Geir Pollestad landbúnaðarráðherra segir í frétt á heimasíðu NRK að þetta muni ekki gerast, því annars vegar hafi verið settur fram ákveðinn varnagli sem verði til þess að tollurinn falli niður ef meðalverðið fer upp fyrir ákveðið viðmiðunarverð.

Þá eru kartöflur hins vegar í samkeppni við önnur matvæli eins og hrísgrjón og pasta sem veiti kartöflubændum aðhald í verðlagningu.

Skylt efni: Kartöflur

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...