Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Þeir hreinu tónar
Líf og starf 4. janúar 2022

Þeir hreinu tónar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Hver er sagan að baki ungs drengs sem vex upp í Vestmannaeyjum, eitt margra barna fátækra foreldra, sker sig úr hópnum, gerist tónskáld og verður einn af vinsælustu dægurlagahöfundum landsins?

Í Þeir hreinu tónar er dregur Kristín Ástgersdóttir upp mynd af lífi og ævistarfi Oddgeirs Kristjánssonar, sem í gegnum brotsjó 20. aldarinnar, sóttir og styrjaldir samdi mörg sinna ljúfustu laga.

Oddgeir lifði á öfgatímum 20. aldarinnar, með tilheyrandi farsóttum, kreppum og heimsstyrjöldum. Þrátt fyrir erfiða tíð gleymdi fólkið í Eyjum ekki að skemmta sér, þegar djassinn dunaði, vísurnar flugu og lög urðu til.

Oddgeir var mikill hugsjónamaður og barðist fyrir réttlátu samfélagi þó svo að tónlistin væri alltaf hans ær og kýr. Hann starfaði sem tónlistarkennari, stjórnaði lúðrasveitum og samdi tónlist fyrir Þjóðhátíð í Eyjum.

Meðal af vinsælli lögum hans eru Bjartar vonir vakna, Ágústnótt, Heima og síðast en ekki síst Ég veit þú kemur, sem er ein skærasta perla íslenskrar dægurtónlistar fyrr og síðar.

Í bókinni er fjöldi ljósmundi sem tengjast ævi og starfi Oddgeirs. Útgefandi er bókaútgáfa Sögur.

Skylt efni: Einar Oddgeirsson

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...