Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Sveppir
Á faglegum nótum 18. september 2017

Sveppir

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sveppir eru ólíkir plöntum, meðal annars að því leyti að þeir hafa ekki blaðgrænu og geta því ekki ljóstillífað og unnið lífræn efni úr ólífrænum.

Frumur sveppa hafa frumuvegg líkt og plöntufrumur en veggurinn er ekki gerður úr beðmi eins og hjá plöntum heldur kítini eins og ytri stoðgrind skordýra og sjávardýra, til dæmis humars og rækju.

Sveppir lifa á rotnandi lífrænum leifum og/eða í sam- eða sníkjulífi með plöntum. Með rotnun umbreyta þeir lífrænu efni í ólífrænt, sem plöntur nýta sér. Líkt og plönturíkið er kallað flóra og dýraríkið fána er svepparíkið kallað funga.

Í heiminum eru skráðar yfir 80.000 tegundir sveppa. Talan er ónákvæm því að á hverju ári finnast nýjar tegundir sveppa og sumar af þessum 80 þúsund tegundum flokkast í raun ekki til svepparíkisins heldur til frumdýra, litvera og flétta.

Á heimasíðu Náttúru­fræðistofnunar segir að líklegt þyki að í heiminum séu nálægt 1,5 milljón tegundir sveppa og því mikið verk fram undan við að lýsa þeim og skrásetja. Þó má gera ráð fyrir að flestir stórsveppir séu þekktir.

Á Íslandi hafa fundist og verið skrásettar rúmlega 2.000 tegundir sveppa en þá eru fléttur ekki taldar með. Flestir þessara sveppa eru svo smávaxnir að þeir sjást ekki með berum augum.

Það sem í daglegu tali kallast sveppur er í raun aldin eða fjölgunarfæri örfínna þráða sem vaxa í jarðvegi, á trjám eða öðrum hýslum og kallast ímur.

Af þeim ríflega 2.000 tegundum sveppa sem fundist hafa á Íslandi eru milli 30 og 40 stórsveppir taldir hæfir til átu en mis eftirsóknarverðir. Til stórsveppa teljast sveppir sem sjást með berum augum. Stór hluti matsveppa telst til kólfsveppa t.d. lerkisveppur og kúalabbi.

Egyptar til forna töldu sveppi vera plöntur eilífs lífs og eingöngu faraó og hástéttin mátti neyta þeirra. Þetta gekk svo langt að almúginn mátti ekki einu sinni snerta sveppi og sérstök stétt sem sá um að safna þeim.

Víða um heim er löng hefð fyrir því að tína sveppi og á sumum stöðum eru haldnar sérstakar sveppahátíðir í kringum uppskeru þeirra. Ólík menningarsvæði hafa gefið sveppum mismunandi eiginleika. Í Rússlandi og Suður-Ameríku voru ákveðnir sveppir notaðir til að komast í samband við andaheiminn. Normannar trúðu því að sveppir væru frygðarlyf og ykju frjósemi og gáfu brúðgumum stóra skál af sveppum til að borða fyrir brúðkaupsnóttina væru þeir fáanlegir. Annars staðar var því trúað að ákveðinn sveppur veitti stríðsmönnum yfirnáttúrulegan styrk samanber berserkjasveppinn.

Sveppir hafa lengi verið vinsælir til átu í Austur-Evrópu og í Frakklandi þar sem menn gengu um með svín í bandi og notuðu lyktarskyn þeirra til að þefa uppi trufflur sem eru sveppir sem vaxa neðanjarðar og þykja frábærir til átu. Í seinni tíð hafa hundar verið þjálfaðir sérstaklega til að þefa þá uppi. 

Skylt efni: Sveppir

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...