Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Fjarskiptasjóður hefur veitt 6 milljóna króna styrk til að leggja ljósleiðara yfir sundið frá fastalandinu og yfir til Hríseyjar. Akureyrarbær borgar það sem á vantar til að klára verkið.
Fjarskiptasjóður hefur veitt 6 milljóna króna styrk til að leggja ljósleiðara yfir sundið frá fastalandinu og yfir til Hríseyjar. Akureyrarbær borgar það sem á vantar til að klára verkið.
Mynd / Almar Alfreðsson
Fréttir 12. apríl 2021

Styrkur til að leggja ljósleiðara til Hríseyjar

Höfundur: Margrét Þóra Þórsdótttir

Styrkur að upphæð 6 milljónir króna fengust úr Fjarskiptasjóði sem hýstur er hjá samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytinu til að leggja stofnstreng með ljósleiðara til Hríseyjar. Fjárhæðin nýtist til að greiða hluta kostnaðar við verkefnið, en strengurinn fer þriggja til fjögurra kílómetra leið frá fasta landinu og yfir sundið til Hríseyjar.

Ásthildur Sturludóttir, bæjar­stjóri á Akureyri, hafði fyrir hönd bæjarstjórnar Akureyrar, óskað eftir viðræðum við Fjarskiptasjóð um hvernig best væri að fjármagna ljós­leiðaratengingu til Hríseyjar og hvað þyrfti að gera til að hægt væri að hefja verkið við fyrsta tækifæri.

Ljósleiðaratenging styrkir ferðaþjónustuna

Nettengingar við Hrísey eru nú í gegnum örbylgjusamband sem hindrar fulla afkastagetu við flutning á efni um netið og hamlar hraðvirkni í tölvuvinnslu. Þykir afar brýnt að bæta þar úr hið fyrsta. Með því að tengja Hrísey við ljósleiðara megi tryggja betur fasta búsetu í eyjunni og gera hana að álitlegum búsetukosti fyrir fólk í öllum starfsgreinum. Ljósleiðaratenging yrði einnig til að efla ferðaþjónustu í Hrísey sem vaxið hefur fiskur um hrygg á undanförnum árum.

Nú liggur fyrir að finna hagkvæmasta kostinn við lagningu ljósleiðara yfir sundið frá fasta landinu til eyjarinnar í samráði og samvinnu við þar til bæra aðila og undirbúa tengingu við hús í byggðakjarnanum líkt og gert er í öðru þéttbýli á Íslandi.

Ásthildur segir á vef Akureyrar­bæjar að nú verði leitast við að finna það fjármagn sem upp á vanti til að hægt verði að tengja Hrísey við ljósleiðaranetið.

Sumarkomunni fagnað
Fréttir 25. apríl 2024

Sumarkomunni fagnað

Að venju verður opið hús í Garðyrkjuskólanum á Reykjum á sumardaginn fyrsta, fim...

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd
Fréttir 24. apríl 2024

Burðarhjálp: Leiðbeiningarmyndbönd

Síðan 2019 geta bændur og aðstoðarfólk notað fjölda leiðbeiningarmyndbanda, sem ...

Afurðamestu sauðfjárbúin
Fréttir 24. apríl 2024

Afurðamestu sauðfjárbúin

Í niðurstöðum skýrsluhalds í sauðfjárrækt fyrir síðasta ár, sem eru birtar hér í...

SS segir of flókið að upprunamerkja
Fréttir 24. apríl 2024

SS segir of flókið að upprunamerkja

Sláturfélag Suðurlands (SS) sér ekki hag í að upprunamerkja svínakjöt frá Korngr...

Hraðhlaðið við Galdrasafnið
Fréttir 23. apríl 2024

Hraðhlaðið við Galdrasafnið

Orkubú Vestfjarða hefur sett upp nýja 400 kW hraðhleðslustöð við Galdrasafnið á ...

Hámarksmagn minnkað í matvælum
Fréttir 23. apríl 2024

Hámarksmagn minnkað í matvælum

Innan skamms taka gildi breytingar á reglugerð þar sem leyfilegt hámarksmagn nít...

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland
Fréttir 22. apríl 2024

Greiða götu viðskiptasambanda við Indland

Bæði þjónustu- og vöruviðskipti við Indland munu að öllum líkindum aukast á næst...

Jarðræktarmiðstöðin rís
Fréttir 22. apríl 2024

Jarðræktarmiðstöðin rís

Jarðræktarmiðstöð Landbúnaðarháskóla Íslands mun verða tilbúin árið 2027 gangi á...