Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 ára.
Stofugreni er langlíf planta sem vex hægt og líður ágætlega í litlum potti með hefðbundinni pottamold og hæfilegt er að umpotta á þriggja til fjögurra ára fresti.
Stofugreni er langlíf planta sem vex hægt og líður ágætlega í litlum potti með hefðbundinni pottamold og hæfilegt er að umpotta á þriggja til fjögurra ára fresti.
Á faglegum nótum 20. desember 2021

Stofugreni sem jólatré

Höfundur: Vilmundur Hansen

Öll jólatré þurfa ekki að vera eins. Í dag njóta lifandi jólatré með rót vinsælda og þá er upplagt að fá sér stofugreni, Araucaria, og skeyta það með jólakúlum, seríu og englahári.

Stofugreni er fallegt, sígrænt og upprétt barrtré með gisnum greinakrönsum og mjúku barri. Selt sem pottaplanta og ágætlega harðgert við hentug skilyrði og nýtur sín best þar sem það stendur eitt og sér. Plantan getur orðið ansi há í náttúrulegum heimkynnum sínum en yfirleitt selt um 30 sentímetra há með fjórum eða fimm greinakrönsum.
Hentar vel sem borðjólatré eða sem jólatré þar sem pláss er lítið. Best er að nota LED-seríu á tréð þar sem barrið getur sviðnað undan seríu sem hitnar.

Plantan er upprunnin á Norfolk-eyjum í Kyrrahafi og barst þaðan til Evrópu 1793 og varð fljótlega vinsæl pottaplanta. Í bókinni Stofublóm í litum, sem Ingimar Óskarsson þýddi og staðhæfði úr dönsku og kom út 1964, segir að stofugreni hafi verið vinsælt í ræktun fyrir 50 árum en sé nú fágætara.

Dafnar best í góðri birtu en ekki mikilli sól og þolir að vera á svölum stað. Yfirleitt er nóg að vökva stofugreni einu sinni í viku yfir vetrartíma en tvisvar í viku á sumrin og gott er að úða umhverfis plöntuna reglulega.

Stofugreni er langlíf planta sem vex hægt og líður ágætlega í litlum potti með hefðbundinni pottamold og hæfilegt er að umpotta á þriggja til fjögurra ára fresti.

Skylt efni: Jól stofugreni

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...