Stjörnuspá vikunnar
Vatnsberinn gæti þurft að stíga út úr rómantískri þokumóðu og sjá raunveruleikann í skýrara ljósi. Minningar frá æsku vekja óvæntar tilfinningar sem má losa sig við enda hárréttur tími til að sleppa öllu því sem þyngir. Bæði á tilfinninga- svo og á veraldlega sviðinu. Happatölur 3, 10, 33.
Fiskarnir standa frammi fyrir valkosti sem krefst dýpri skuldbindingar en von var á. Tengsl við gamlan félaga er hátt á baugi og fiskarnir skulu ekki hika við að segja „já“ við því óþekkta. Það er aldrei of seint að lenda í ævintýrum og leyfa sér að sleppa tökunum. Happatölur 5, 22, 37.
Hrúturinn finnur fyrir óvenjulegu innra ákalli um dýpri ígrundun á tilfinningamálunum. Nú er ekki rétti tíminn til að vaða áfram; hlustun er máttugri en allt annað. Hrúturinn þarf að minna sjálfan sig á að mörk annarra eru ekki áskoranir, heldur leiðbeiningar. Happatölur 4, 19, 31
Nautið verður fyrir utanaðkomandi áhrifum sem fær það til að endurmeta gildi sín – hvað því er virkilega mikilvægt? Gott er að muna að líkamleg vellíðan fer saman við andlegan skýrleika og því óhætt að opna fyrir og njóta alls hins góða. Happatölur 6, 12, 36.
Tvíburinn þarf að endurskoða viðhorf sín þegar kemur að þögn og hlustun – því þótt orð séu vopn hans, þá getur þögnin verið öflugri. Gamalt samskiptamynstur þarf að endurskoða og mætti taka til umhugsunar breytt viðhorf heilt yfir. Nú er tími til að tvíburinn vandi sig. Happatölur 7, 15, 40.
Krabbinn mun uppgötva óvænt frelsi ef hann leyfir sér að sleppa allri sjálfsgagnrýni. Sátt við eigin fortíð opnar honum ýmsar dyr og veita óvænta og einfaldaða innsýn í eitthvað sem hefur virst flókið. Fjármálin þarfnast einhverrar yfirferðar. Happatölur 8, 21, 39.
Ljónið leitar ekki sviðsljóssins um þessar mundir, sjálfu sér að óvörum kýs það fremur ró og dýpt í litlum hópi félaga. Skýrar og mótaðar hugmyndir kalla fram nýja sýn á ýmsa hluti. Vinna þarf með heiðarleika – óunnin mál leita upp á yfirborðið. Allt fer þó vel að lokum en gæti tekið nokkurn tíma. Happatölur 2, 11, 35.
Meyjan stendur á tímamótum þar sem innri rödd hennar verður henni skýrari en ytri kröfur. Meyjan þarf að muna að henni er ekki skylt að laga sig að öllum og að sjálfstæði er ekki sjálfselska. Nýtt upphaf gæti falið í sér að segja nei. Meyjan má setja bak við eyrað að litlir sigrar vega þyngra en stór orð. Happatölur 1, 17, 30.
Vogin uppgötvar að afstaða hennar – sem henni áður þótti lítils metin, skiptir stóran hóp miklu máli. Lista- eða félagsmál kveikja neista sem verður að báli og dýpri tenging vogarinnar við það samfélag vekur með henni bæði gleði og ábyrgðartilfinningu. Náin tengsl krefjast hreinskilni og munu veita voginni langþráðan frið í hjarta. Happatölur 9, 13, 28.
Sporðdrekanum tekst að umbreyta óvissu í styrk og kvíði sem áður var yfirþyrmandi verður nú viðráðanlegur. Sporðdrekinn þarf að muna að hvorki honum né öðrum er ætlað að stjórna öllu og að traust er mikilvægt skref. Dýpri vinátta verður til í þessu ferli og kemur á óvart. Happatölur 6, 18, 32.
Bogmaðurinn þarf að horfast í augu við takmarkanir – ekki sem hindranir, heldur frekar afmörkun til að finna raunverulegt frelsi. Þrátt fyrir ævintýraþrá síðustu vikna er nú tími fyrir kyrrð og lærdóm. Bogmaðurinn þarf að leita inn á við þegar spurningar sem hann hefur forðast leita á hann. Nýtt upphaf byrjar með þögn. Happatölur 10, 23, 41.
Steingeitin losar um höft sem hún hefur sjálf sett sér og færir fókusinn yfir á það sem gefur henni tilgang. Minna er meira, bæði í orðum og gjörðum. Tengsl við vini og ættingja veita stöðugleika á meðan óvænt samskipti við ókunnan aðila mun hafa skemmtileg áhrif á steingeitina. Happatölur 14, 25, 38.
