Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 4 mánaða.
Stjörnuspá vikunnar
Líf og starf 14. júlí 2025

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn á von á ánægjulegum framgangi í málum ástarinnar þar sem vonbiðlarnir verða á hverju strái. Því þarf hann að staldra svolítið við þegar kemur að því að velja í stað þess að baða sig einungis í aðdáun annarra. Taka inn í reikninginn hvort hann sé til í langvarandi samband eða kjósi fremur nokkurra nátta gleði. Happatölur 2, 22, 31.

Fiskurinn á svo sannarlega sumarleyfi skilið. Óvenju mikið hefur legið á herðum hans síðustu vikurnar og þarf hann að vera harðari þegar kemur að því að setja mörk við hæfi. Kveðja sér hljóðs þegar nóg er komið og deila ábyrgð eins og enginn sé morgundagurinn. Vera duglegur að hugsa um sig. Happatölur 46, 15, 30.

Hrúturinn kemur ágætur inn í sumarið. Nokkur sjálfsvinna er að baki og því mikilvægt að falla ekki aftur í sama far og áður. Hann ætti enn og aftur að setja líkamsrækt í forgang, gönguferðir og heitar laugar þá helst. Einhver órói er á málum hjartans en við því er best að anda djúpt og trúa að vel fari. Happatölur 56, 17, 23.

Nautið hefur farið í gegnum nokkrar hæðir og lægðir undanfarið og skyldi hafa í fyrirrúmi líkt og hrúturinn að anda djúpt og trúa á að allt fari vel. Nautið þarf að vinna svolítið vel í sjálfu sér þegar óróleikinn bankar upp á og ekki gefast upp þó á móti blási. Það eru fleiri með nautinu í liði en það telur og opinn faðmur leynist víða. Happatölur 1, 18, 24.

Tvíburinn er svolítill tvíburi um þessar mundir og finnst hlutirnir annaðhvort svartir eða hvítir. Hann þarf að gefa sjálfum sér rými til að opna fyrir fleiri liti í lífinu, vera óhræddur við að sjá möguleika þar sem hann taldi áður að væri lokað fyrir. Svo þyrfti hann að sofa betur og ekki úr vegi að fá aðstoð með það. Happatölur 62, 15, 32.

Krabbinn er heldur duglegur við að fela sig inni í skelinni þessi misserin og ætti frekar að ögra sjálfum sér, heimsækja ástvini og kunningja eða rækta fjölskylduna. Hans tími mun koma með haustinu en þá glæðist fyrir í hinum ýmsu málefnum sem hafa legið honum á hjarta. Ástin er ekki langt undan og um að gera að vera svolítið djarfur. Happatölur 2, 98, 88.

Ljónið hefur tekið ýmis skref til breytinga síðustu mánuði, en er ekki alls kostar ánægður. Eitthvað er að baga hann og spurning um að setjast niður og teikna upp líf sitt á nýjan leik. Hvert hann stefnir og hverjir eru honum helstu liðsmennirnir. Peningamálin verða í forgrunni síðla hausts, en jákvæð breyting verður þar. Happatölur 6, 16, 36.

Meyjan er nú á krossgötum þegar kemur að hinum ýmsu málefnum. Allmargar ákvarðanir þarf að taka og nauðsynlegt að velta hlutunum vel fyrir sér. Meyjunni er ráðlagt að vera óhrædd við að taka skref í djarfari kantinum og ekki víla fyrir sér að leita fanga sem víðast. Hún ætti að tala við gamla vini. Happatölur 8, 5, 13.

Vogin hefur einnig úr ýmsu að ráða líkt og meyjan en nú hefst nýr kafli í lífi hennar þegar kemur að félagslífinu sem verður í forgrunni næstu mánuði. Þá mun koma í ljós hverjir eru hennir hliðhollir og hverjir heltast úr lestinni. Vogin ætti fyrst og fremst að hafa skýra sýn á velferð sína þegar kemur að samböndum. Happatölur 43, 18, 8.

Sporðdrekinn á von á óvæntum breytingum sem verða til góðs þó ekki líti þannig út í fyrstu. Þetta verða stórvægilegar hliðranir þar sem vel þarf að halda á málunum og þarf sporðdrekinn að hlúa vel að sínum nánustu, en ekki síst að sjálfum sér. Skýr svör og jákvæðni í fyrirrúmi. Happatölur 1, 33, 48.

Bogmaðurinn mun takast á við togstreitu innra með sér nú á miðju sumri. Hann þarf að sýna skynsemi í peningamálunum og gæta þess að eiga varasjóð þegar líður að hausti. Bogmanninum er bent á að auka innkomu sína á einhvern hátt næstu þrjá mánuði og þá fer allt vel. Einhver kemur skemmtilega á óvart. Happatölur 16, 3, 38.

Steingeitin er oft þreytt á tilbreytingar- snauðu lífinu, en ætti að gera lista yfir hvað henni þykir gaman. Hvað hún myndi vilja gera og hver gæti mögulega verið henni félagi í því – nú eða hvaða skref hún þarf að taka til það ná að haka við hugmyndir sínar á listanum. Það er ekki öll nótt úti enn. Happatölur 82, 14, 32.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...