Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Stjörnuspá vikunnar
Líf&Starf 2. júlí 2024

Stjörnuspá vikunnar

Vatnsberinn veit vart í hvorn fótinn hann á að stíga þessa dagana. Lífið virðist leika við hann í hverju horni og hann sópar því til sín gleðilegum viðburðum eins og enginn sé morgundagurinn. Vatnsberinn ætti að njóta þessa tíma og jafnvel gera sitt besta til að leyfa þessu láni sínu að létta undir öðrum ef hægt er. Happatölur 4, 29, 82.

Fiskurinn hefur verið fremur þungbúinn undanfarið og skilur ekki hvers vegna hlutirnir ganga ekki upp eins og hann hafði séð fyrir sér. Það eina í stöðunni er að sýna auðmýkt og æðruleysi, eitthvað sem fisknum er ekki endilega tamt, en ætti að minna sig á að lífið hefur margar hliðar og engin ein sú rétta. Happatölur 24, 1, 9.

Hrúturinn er undir sömu þungu lægð og fiskurinn en hann hefur nefnilega verið að velta fyrir sér málum hjartans og hver staða hans sé á þeim vettvangi. Ágætt væri að fara yfir þau sambönd sem vegið hafa hvað mest í tilfinningalífi hans og greina hvað fór úrskeiðis – hvar rótin liggur að því sem illa fór. Happatölur 23, 9, 17.

Nautinu hefur aðeins aukist sjálfstraustið og ætti að vera duglegra að líta í kringum sig. Reyndar snúa stjörnurnar þannig að honum er heillavænlegast að móta skoðanir á því hvert hann vill stefna á næstu tveimur árum. Þá með tilliti til alls er viðkemur daglegu lífi en með áherslu á maka, búsetu eða stórar breytingar. Happatölur 24, 12, 77.

Tvíburinn hefur verið undir miklu álagi síðastliðnar vikur og þarf að muna að hvíld er góð og hugarró að sama skapi. Hann ætti að gæta þess hvað hann lætur út úr sér og enn fremur að fara ekki með fleipur. Vegna slíkra mistaka eða ákvarðana gæti tvíburinn mögulega þurft að éta ýmislegt ofan í sig. Happatölur 6, 34, 8.

Krabbinn ætti þessa mánuðina að leyfa ástinni að umlykja sig. Í formi fjölskyldu, vina eða jafnvel manneskju sem var honum hugleikin fyrir nokkru síðan. Það leynist oft glóð í gömlum glæðum og nú er tækifærið til að taka skref sem voru áður ekki tekin. Happatölur 20, 18, 43.

Ljónið íhugar nú gang lífsins eins og aldrei fyrr. Það hefur nýverið þurft að taka á honum stóra sínum er kemur að eigin heilsu. Veltir fyrir sér eins og oft áður hvort lífið sé nú ef til vill ákveðið fyrir fram eða hversvegna hlutirnir gerast þegar þeir gerast. Við þessu eru engin rétt svör, en ljónið má prísa sig sælt eins og staðan er í dag. Happatölur 7, 30, 51.

Meyjan er á þeytingsspretti í gegnum lífið. Allt í einu hafa opnast henni fleiri dyr en von var á en skyldi hafa í huga að allt sem að henni snýr er henni til heilla. Nú er ráð að viða að sér öllu því sem meyjuna vanhagar um, hvort sem er á sviði frama eða fagnaðar. Happatölur 11, 8, 66.

Vogin er fyllt óréttmætri reiði og básúnast yfir þeim harmleik þegar í raun er það alls ekki sannleikurinn. Vogin hefur nefnilega fallið í þá gryfju að hlýða á kveinstafi byggða á ósannindum og fleiprum og byggir á því reiði sína. Réttast væri að íhuga allar hliðar hvers máls.Happatölur 22, 80, 12.

Sporðdrekinn hefur legið í leti undanfarið og notið góðs af enda hefur hann alveg átt það skilið. Hann ætti þó að fara að hugsa sér til hreyfings og gera upp við sig ýmis mál sem hafa setið á hakanum. Þetta eru mun veigaminni ákvarðanir en hann telur, en þarf að útkljá fyrr en síðar. Happatölur 19, 44, 22.

Bogmaðurinn hefur verið slappur á sál og líkama í nokkra daga núna og ætti að hlúa vel að sér. Veikindi hafa verið að hrjá hann oftar þetta árið en áður og ekki væri því úr vegi að fá lækni til að taka stöðu mála. Lukkustjarna er þó yfir peningamálunum sem koma á óvart. Happatölur 28, 11, 89.

Steingeitin hefur ekki ró í sínum beinum þessa dagana. Málshátturinn sér grefur gröf þótt grafi á hér ágætlega við enda hefur hún, sér að óvörum grafið aðeins undan sjálfri sér. Hitamál sem henni þótti hún eiga lítinn sem engan hlut í hefur nú snúist öðrum í vil. Happatölur 81, 15, 40.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...