Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Stöðvarfjörður hóf göngu sína í verkefninu Brothættar byggðir í ársbyrjun 2022 og völdu íbúar heitið Sterkur Stöðvarfjörður á íbúaþingi. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki í lok árs 2025 hvað aðkomu Byggðastofnunar varðar.
Stöðvarfjörður hóf göngu sína í verkefninu Brothættar byggðir í ársbyrjun 2022 og völdu íbúar heitið Sterkur Stöðvarfjörður á íbúaþingi. Gert er ráð fyrir að verkefninu ljúki í lok árs 2025 hvað aðkomu Byggðastofnunar varðar.
Mynd / Wikipedia
Í deiglunni 6. nóvember 2023

Sterkur Stöðvarfjörður

Höfundur: Sigrún Pétursdóttir

Verkefni Byggðastofnunar undir yfirskriftinni Brothættar byggðir hefur teygt sig víða um landið en alls hafa 14 byggðarlög tekið þátt.

Eins og áður hefur komið fram er markmið þess að stöðva viðvarandi fólksfækkun í smærri byggðarkjörnum landsins og er m.a. unnið í samvinnu við íbúa, landshlutasamtök, sveitar- félög og aðra með það fyrir augum að ráða bót á þessum vanda.

Litið er til örðugra viðfangsefna sem eiga við á fleiri en einum stað á landinu, gætt er þess að stilla saman strengi yfirvalds og íbúa og á allan hátt efla mótstöðuafl brothættra byggða. Fá íbúar hvers byggðarlags fyrir sig kost á að forgangsraða þeim málefnum er þeim þykja að helst mætti taka til og sjá verkefnastjórar Byggðastofnunar um að virkja frumkvæði og samtakamátt íbúanna, enda mikilvægar raddir í hverju samfélagi.

Samfélag Stöðvarfjarðar

Eitt þeirra byggðarlaga sem fallið hafa undir væng verkefnisins er Stöðvarfjörður. Var þar nú nýverið haldinn fundur meðal íbúanna og farið yfir hvað áunnist hefur síðastliðna átján mánuði, en verkefnið, sem ber nafnið Sterkur Stöðvarfjörður, hófst snemma árs 2022. Hafði þá komið í ljós að íbúum hafði fækkað allverulega, eða um 32% síðan um aldamót.

Styrkþegar frumkvæðissjóðs Sterks Stöðvarfjarðar í apríl síðastliðnum. Mynd / austurbru.is

Á þessum fyrsta fundi helgina 5.-6. mars í fyrra komu fram allmargar uppástungur frá íbúum sem greitt var úr eftir bestu getu og stefnan gróflega mótuð. Skiptust meginmarkið niður í fjóra flokka, en þeir eru eftirfarandi: Fyrirmyndarumhverfi – Samheldið samfélag – Öflugt atvinnulíf – Sterkir innviðir. Var sammælst um það að Stöðvarfjörður hafi alla burði til þess að eflast sem ferðamannastaður, menningar- og nýsköpunarbær.

Hæst bar umræða um miðbæjarreit Stöðvarfjarðar, Balann, en uppbygging hans fékk flest atkvæða íbúa byggðarinnar sem vilja ýta undir aðlaðandi útivistarsvæði fyrir alla fjölskylduna. Hugmyndir um húsnæðismál og byggingar voru hátt á lofti, göngustígar og umhverfisfegrun auk atvinnuskapandi greina. Allt eru þetta málefni sem komust ofarlega í forgangsröðun verkefnisins, en spurningunni „Hvað eigum við?“ var kastað upp á fundinum. Nefndar voru náttúruperlur staðarins, mannauður auk þátta sem væru ríkir en þörfnuðust styrkingar. Verkefnisstjóri var ráðinn, Valborg Ösp Árnadóttir Warén, auk nokkurra aðila í verkefnisstjórn, en að lokum var framtíðarsýn fyrir árið 2025 komið í orð.

Samkvæmt skýrslu Byggðastofnunar er hún svohljóðandi: Stöðvarfjörður iðar af mannlífi og íbúar á öllum aldri eru virkir þátttakendur í samfélaginu. Atvinnulíf er öflugt og störfum hefur fjölgað, hvort sem það eru störf í bænum eða óstaðbundin störf. Íbúum hefur fjölgað og Stöðvarfjörður er þekktur sem fjölskylduvænt og gott samfélag sem tekur vel á móti nýbúum. Stöðvarfjörður hefur byggst upp sem eftirsóttur ferðamannastaður og menningar- og nýsköpunarbær og í þorpinu er næg gisting og þjónusta ásamt fjölbreyttum möguleikum til afþreyingar. Balinn er orðinn að skjólgóðu og notalegu útivistarsvæði fyrir fjölskyldur.

Svæðið er gróið og fallegt og þar er nýr leikvöllur með leiktækjum og afþreyingu fyrir allan aldur. Miðbærinn hefur byggst upp og hefur fallega og snyrtilega ásýnd. Húsin í þorpinu eru falleg og þeim er vel við haldið. Það liggur góður og breiður vegur inn í fjörðinn og út í þorp.

Styrkveiting frumkvæðissjóðs

Tvennar styrkveitingar frumkvæðis- sjóðs Sterks Stöðvarfjarðar buðust íbúum byggðarlagsins, annars vegar í nóvember 2022, þá 7 m. krónur sem skiptust niður á 13 umsækjendur og svo var úthlutun í apríl nú í ár þar sem 7,2 m. deildust niður á 17 umsækjendur.

Kaffibrennslan Kvörn var eitt þeirra er hlaut dágóða upphæð í formi styrkja yfir árið, en aðspurður telur eigandinn, Lukasz Stencel, þetta verkefni Byggðastofnunar af hinu góða, bæði samfélagslega hvetjandi svo og brýn nauðsyn. Lukasz, sem hefur staðið að vinnslu kaffibauna sl. ellefu ár, nýtti styrkveitinguna að stórum hluta til kaupa á vél en hann bæði malar og brennir sínar baunir af kostgæfni.

Ævintýralegur keimur

Þykja sumum kaffitegundir fyrittækisins bragðast heldur ævintýra-lega, en kaffibaunirnar koma víðs vegar að úr heiminum, þ.á m. Perú, Hondúras, Kólumbíu og Mexíkó. Segir Lukasz fólk eiga að vera óhrætt að smakka enda raunin sú að fleiri en færri komast á bragðið af góðu kaffi. Til gamans má geta að á sínum tíma var fyrirtæki Íslenskrar erfðagreiningar einna fyrst til þess að leggja inn reglulega pöntun hjá honum, þá hvorki meira né minna en 56-60 kg mánaðarlega.

Kaffibrennslan Kvörn var eitt þeirra fyrirtækja sem fékk styrkveitingu frumkvæðissjóð.

Í dag er kaffið selt víða um land. Nýmalað kaffi frá Kaffibrennslunni Kvörn má finna í Melabúð Vesturbæjar Reykjavíkur, auk þess sem nú er hægt að fá mánaðarlega kaffiáskrift í gegnum síðu Kvarnar á Facebook.

Blómstrandi byggðarlög

Frumkvæðissjóðir Brothættra byggða eru styrktarsjóðir verkefna þeirra svæða sem taka þátt. Stutt er við verkefni sem styðja uppbyggingu hvers byggðarlags fyrir sig, til þróunarverkefna og annarra samfélagseflandi verkefna.

Eiga landsmenn það sameiginlegt að vilja sjá byggð landsins okkar blómstra og binda forsvarsmenn Brothættra byggða vonir um að með verkefninu myndist sá grunnur er þarf til þess. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu Byggðastofnunar og þau byggðarlög sem hafa áhuga á þátttöku hvött til að sækja um.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...