Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en mánaðar gamalt.
Hundagerðið verður allt hið glæsilegasta eins og sjá má á þessari þrívíddarteikningu frá Bjarnheiði Erlendsdóttur. Svæðið verður með fjölbreyttum leiktækjum fyrir bæði tví- og ferfætlinga.
Hundagerðið verður allt hið glæsilegasta eins og sjá má á þessari þrívíddarteikningu frá Bjarnheiði Erlendsdóttur. Svæðið verður með fjölbreyttum leiktækjum fyrir bæði tví- og ferfætlinga.
Mynd / Aðsendar
Fréttir 20. mars 2024

Stærsta hundagerði landsins reist

Höfundur: Magnús Hlynur Hreiðarsson

Hvutti, hagsmunafélag hunda á Suðurnesjum, ætlar sér að byggja 10.500 fermetra hundagerði á svæði bak við Reykjaneshöllina í Reykjanesbæ.

Ævar Eyjólfsson og hundurinn hans, hann Týr.

Stefnt er að því að svæðið verði með fjölbreyttum leiktækjum fyrir bæði tví- og ferfætlinga, lýsingu á svæðinu og góðum skýlum þar sem fólk getur setið í skjóli fyrir veðri og vindum. Göngustígar verða gegnum grassvæði sem verður með litlum hæðum og hólum. Hönnuður svæðisins er Bjarnheiður Erlendsdóttir.

Ævar Eyjólfsson er formaður Hvutta og hvatamaður að stofnun þess. „Félagið var stofnað með það að markmiði að bæta aðstöðu til útivistar hunda og eigenda þeirra á Suðurnesjum, og veita stuðning við uppbyggingu hundagerða sem uppfylla þarfir samfélagsins.

Góð aðstaða fyrir hunda er lykilatriði fyrir vellíðan þeirra og eigenda. Hundagerðið mun bjóða upp á öruggt umhverfi fyrir leik og samveru en það verður það stærsta á Íslandi,“ segir Ævar en hagsmunafélagið var stofnað í nóvember 2022.

– En hvað með kostnaðinn við hundagerðið?

„Það hefur hvorki verið gerð verk- né kostnaðaráætlun því þetta verður spilað af fingrum fram. Ég gæti þó trúað að kostnaðurinn yrði um fimmtán milljónir króna en við ætlum að reyna að fá styrk frá Reykjanesbæ og fyrirtækjum, auk hundavina,“ segir Ævar.

Bjarnheiður teiknaði svæðið upp í þrívídd, sem gefur mjög skýra mynd af því hvernig hugmyndirnar eru hugsaðar og hvernig svæðið kemur til með að líta út að verki loknu. „Þetta svæði er hugsað sem sameiginlegt hundum og fjölskyldum þeirra sem og öðrum hundavinum. Hundarnir geta hlaupið frjálsir um eða leikið sér í þar til gerðum leiktækjum fyrir hunda og eigendur þeirra geta þjálfað þá sé til þess vilji. Börn hafa leiktæki fyrir sig og æfingatæki eru til staðar fyrir fullorðna.

Þetta er því ekki einungis svæði fyrir hunda heldur alhliða svæði þar sem hundar og menn geta notið lífsins saman í sátt og samlyndi,“ segir Bjarnheiður

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...