Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Staðan á lambakjötsmarkaðinum
Af vettvangi Bændasamtakana 21. ágúst 2024

Staðan á lambakjötsmarkaðinum

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason, verkefnastjóri

Heildarsala á dilkakjöti frá haustinu 2023 var í júní 4.931 tonn. Sem er um 8,6% samdráttur borið saman við sama tímabil árið áður.

Unnsteinn Snorri Snorrason.

Birgðir af dilkakjöti voru þann 1. júlí 1.421 tonn sem er um 400 tonnum meira en á sama tíma árið áður. Miðað við áætlaða sölu fram að næstu sláturtíð er birgðastaða ásættanleg. Til samanburðar var birgðastaða á dilkakjöti á sama tíma árið 2017 um 2.467 tonn.

Útflutningur á dilkakjöti heldur áfram að dragast saman milli ára. Frá síðastliðnu hausti hafa verið flutt út um 980 tonn af dilkakjöti sem er 33% samdráttur frá árinu áður. Árið 2018 höfðu verið flutt út á sama tíma um 3.584 tonn af dilkakjöti.

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands var 12 mánaða meðalverð á öllu útfluttu kindakjöti 840 kr/kg í júní. Í júní var 12 mánaða meðalverð á frosnu dilkakjöti 1.334 kr/kg og hefur líklega aldrei verið hærra. Frá áramótum hefur mest verið flutt út af kindakjöti til Bretlands og Noregs líkt og var árið 2023 þegar helmingur alls útflutnings fór á þessa markaði.

Á þessu ári hefur verið aukin eftirspurn eftir kindakjöti á mörkuðum í Evrópu samhliða samdrætti í framleiðslu, einkum vegna áhrifa þurrka á Spáni og Grikklandi en einnig má sjá samdrátt í öðrum löndum þótt minni sé. Samdráttur í framboði leiddi til hækkunar á verði til bænda í upphafi árs. Eftir að lömb fædd á þessu ári fóru að koma til slátrunar hefur framboð aukist og verð til bænda lækkað lítið eitt. Meðalverð til bænda inna ESB í viku 31 var 8,13 evrur/kg sem er um 1.200 kr/kg.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...