Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Staðan á lambakjötsmarkaðinum
Af vettvangi Bændasamtakana 21. ágúst 2024

Staðan á lambakjötsmarkaðinum

Höfundur: Unnsteinn Snorri Snorrason, verkefnastjóri

Heildarsala á dilkakjöti frá haustinu 2023 var í júní 4.931 tonn. Sem er um 8,6% samdráttur borið saman við sama tímabil árið áður.

Unnsteinn Snorri Snorrason.

Birgðir af dilkakjöti voru þann 1. júlí 1.421 tonn sem er um 400 tonnum meira en á sama tíma árið áður. Miðað við áætlaða sölu fram að næstu sláturtíð er birgðastaða ásættanleg. Til samanburðar var birgðastaða á dilkakjöti á sama tíma árið 2017 um 2.467 tonn.

Útflutningur á dilkakjöti heldur áfram að dragast saman milli ára. Frá síðastliðnu hausti hafa verið flutt út um 980 tonn af dilkakjöti sem er 33% samdráttur frá árinu áður. Árið 2018 höfðu verið flutt út á sama tíma um 3.584 tonn af dilkakjöti.

Samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands var 12 mánaða meðalverð á öllu útfluttu kindakjöti 840 kr/kg í júní. Í júní var 12 mánaða meðalverð á frosnu dilkakjöti 1.334 kr/kg og hefur líklega aldrei verið hærra. Frá áramótum hefur mest verið flutt út af kindakjöti til Bretlands og Noregs líkt og var árið 2023 þegar helmingur alls útflutnings fór á þessa markaði.

Á þessu ári hefur verið aukin eftirspurn eftir kindakjöti á mörkuðum í Evrópu samhliða samdrætti í framleiðslu, einkum vegna áhrifa þurrka á Spáni og Grikklandi en einnig má sjá samdrátt í öðrum löndum þótt minni sé. Samdráttur í framboði leiddi til hækkunar á verði til bænda í upphafi árs. Eftir að lömb fædd á þessu ári fóru að koma til slátrunar hefur framboð aukist og verð til bænda lækkað lítið eitt. Meðalverð til bænda inna ESB í viku 31 var 8,13 evrur/kg sem er um 1.200 kr/kg.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...