Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 8 ára.
Kúalubbi
Kúalubbi
Á faglegum nótum 4. október 2017

Söfnun sveppa

Höfundur: Vilmundur Hansen

Fáum sögum fer af neyslu sveppa hér á landi fyrr á öldum. Áhugi á neyslu þeirra er því ný af nálinni en áhuginn hefur aukist hratt.

Ef safna á sveppum til átu er mikilvægt að vanda valið og neyta aldrei sveppa sem ekki hafa verið greindir í tegundir og hæfir til neyslu. Þrátt fyrir að hér á landi vaxi fáir eitraðir sveppir er aldrei of varlega farið og óþarfi að fara út í tilraunastarfsemi.

Byrjendum er ráðlagt að læra að þekkja nokkrar algengar tegundir til að byrja með, til dæmis kúalubba, furusvepp og gorkúlu, en láta aðra sveppi eiga sig í fyrstu. Smám saman, eftir því sem þekkingin eykst, er nýjum tegundum bætt við í söfnunarferðum.

Villtir íslenskir matsveppir eru allir hattsveppir en lögun hattsins getur verið mismunandi, þeir geta verið hvelfdir, flatir eða kúlulaga. Ef litið er undir hatt stórsveppa eru þar annaðhvort fanir eða pípur og lítið mál er að þekkja þær í sundur. Undir hatti pípusveppa er röð lóðréttra pípa sem minna einna helst á svamp. Fansveppir hafa aftur á móti lóðrétt blöð eða fanir sem liggja undir hattinum.

Allir pípusveppir nema einn, piparsveppur, sem hér hafa fundist eru ætir. Þeirra á meðal eru lerki- og furusveppir, kóngssveppurinn og kúalubbi.

Sveppir skjóta upp kollinum síðsumars í ágúst og fram eftir hausti í september og jafnvel fram í október ef vel viðrar. Mest er um þá í skóglendi. Sumar tegundir vaxa í kringum ákveðnar trjátegundir eins og furusveppur og lerkisveppur en aðrar lifa í sambýli við margar tegundir eins og kóngssveppur og kúalubbi.

Best er að tína sveppi 3 til 4 dögum eftir rigningu og í þurru veðri því annars eru þeir slepjulegir viðkomu. Þá er líka mest af þeim.

Sveppir eru bestir á meðan þeir eru ungir og óskemmdir af áti snigla eða skordýra. Þegar sveppir eru tíndir skal taka neðst um stafinn og snúa honum varlega og losa þannig frá jarðveginum. Einnig má skera þá lausa með beittum hníf. Ekki er ráðlagt að kippa sveppum upp því þá er hætt við að ímurnar eða sveppþræðirnir skemmist.

Ráðlegt er að tína sveppi í ílát sem loftar vel um, körfu eða kassa en aldrei í plastpoka eða plastílát því þá rotna þeir. Gott er að skera neðsta hlutann af stafnum burt og hreinsa skal allt lauf og óhreinindi af um leið og sveppirnir eru tíndir og er ráðlegt að fjarlægja allar skemmdir strax.

Ef til stendur að þurrka sveppina er gott að skera þá í tvennt til að sjá hvort þeir eru maðkaðir. Möðkuðum sveppum verður að henda og er best að gera það á staðnum.

Sveppir eru viðkvæmir og geymast illa og óráðlegt er að geyma ferska sveppi lengur en sólarhring eftir að þeir eru tíndir. Algengasta geymsluaðferðin er frysting eða þurrkun.

Ef frysta á sveppina skal hreinsa þá vel og skera í bita. Hita skal bitana við vægum hita á pönnu og láta þá svo kólna. Að því loknu skal setja þá í ílát og í frysti.

Skylt efni: Sveppir

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir
Fréttir 5. desember 2025

Nýtt verkefni um vottaðar endurheimtaraðgerðir

Mýrkol er heiti nýs verkefnis um vottaðar aðgerðir í endurheimt votlendis.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Þýskar heimsbókmenntir
3. desember 2025

Þýskar heimsbókmenntir

Laufey
3. desember 2025

Laufey

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu
4. desember 2025

Gjörunnin matvæli ógn við lýðheilsu

Þúsund ár og þúsund enn
4. desember 2025

Þúsund ár og þúsund enn

Góður árangur náðst
4. desember 2025

Góður árangur náðst

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f