Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 mánaða.
Skógarbændur vantar farveg fyrir sínar afurðir.
Skógarbændur vantar farveg fyrir sínar afurðir.
Mynd / ph
Fréttir 15. febrúar 2024

Snemmgrisjun er óalgeng

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Tæp áttatíu prósent skógarbænda hófu skógrækt á sinni jörð fyrir árið 2010. Vegna aldurs skógarins ættu flestir að vera komnir með einhverjar viðarnytjar.

Þrátt fyrir þetta hafa rúm sextíu prósent skógarbænda ekki framkvæmt snemmgrisjun í sínum skógum. Henni er lokið hjá rúmlega níu prósent skógarbænda á meðan snemmgrisjun stendur yfir hjá tuttugu og tveimur prósentum. Þetta kemur fram í nýlegri könnun sem framkvæmd var meðal meðlima í deild skógarbænda hjá Bændasamtökum Íslands.

Ekki virðist liggja í augum uppi hvað skógarbændur geti gert við sínar afurðir, en fjörutíu og sex prósent svarenda segjast ekki vita hvert þeir eigi að leita þegar skógurinn er kominn á seinni stig grisjunar. Nær allir svarendur myndu vilja sjá viðarmiðlun eða einhvern hráefniskaupanda verða að veruleika. Mestur áhugi er á viðarmiðlun í gegnum samvinnufélag í eigu bænda á meðan lítill hluti myndi vilja selja sitt timbur í gegnum einkaaðila eða á eigin vegum.

Sú trjátegund sem nýtur mestrar hylli er lerki, en tæp sextíu prósent svarenda sögðu þá tegund vera ríkjandi á sinni jörð. Næstvinsælust er fura, greni í þriðja sæti og birki í því fjórða. Að lokum kemur ösp, þó hún njóti samt sem áður nokkurrar hylli.

Aðrar áhugaverðar niðurstöður úr könnuninni eru meðal annars þær að einungis tæp tíu prósent svarenda eru undir fimmtugu. Þá vilja tæp sjötíu prósent búa til kolefniseiningar með skógrækt. Að lokum virðist áhugi skógarbænda á Bændablaðinu vera mjög mikill, en einungis rúm tvö prósent svarenda sögðust ekki lesa þann miðil.

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni
Fréttir 7. maí 2024

Torfæra til styrktar björgunarsveitinni

Laugardaginn 11. maí fer hin árlega Sindratorfæra fram við Gunnarsholtsveg rétt ...

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli
Fréttir 6. maí 2024

Nýtt erfðapróf fyrir bógkreppu í sjónmáli

Í sjónmáli er nýtt erfðapróf til greiningar á arfberum erfðagallans sem veldur b...

Jarðgerð á lagernum
Fréttir 3. maí 2024

Jarðgerð á lagernum

Krambúðin í Mývatnssveit er nú með jarðgerðarvél fyrir lífrænan úrgang í verslun...

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins
Fréttir 2. maí 2024

Fyrsti skipulegi raforkumarkaður landsins

Opnuð hefur verið íslensk raforkukauphöll, sú fyrsta á Íslandi og með það að mar...

Vöktun íslenskra skóga viðamest
Fréttir 2. maí 2024

Vöktun íslenskra skóga viðamest

Á sviði rannsókna og þróunar hjá Landi og skógi eru fjölmörg verkefni og þeirra ...

Samstarf háskóla skapar tækifæri
Fréttir 2. maí 2024

Samstarf háskóla skapar tækifæri

Jarðræktarmiðstöð LbhÍ er fjármögnuð með skilyrðum um samvinnu við aðrar menntas...

Sjónarmiðin samrýmast ekki
Fréttir 2. maí 2024

Sjónarmiðin samrýmast ekki

Ísteka telur að Samkeppniseftirlitið hefði átt að óska eftir uppfærðum upplýsing...