Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Nýjasta dráttarvélin frá AgXeed getur keyrt án aðstoðar ökumanns.
Nýjasta dráttarvélin frá AgXeed getur keyrt án aðstoðar ökumanns.
Fréttir 4. júlí 2022

Sjálfkeyrandi traktorar

Höfundur: Ástvaldur Lárusson

Árið 2021 hóf þýski landbúnaðartækjaframleiðandinn Class samvinnu við hollenska nýsköpunarfyrirtækið AgXeed sem sérhæfir sig í hönnun og framleiðslu á sjálfkeyrandi landbúnaðartækjum undir heitinu AgBot.

Með þessu hyggst Claas, sem er risi á sviði landbúnaðartækja, auka fjárfestingar á sviði hinnar sjálfkeyrandi framtíðar og AgXeed hagnast á alþjóðlegu neti sölu- og þjónustuaðila Claas. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu sem Claas sendi frá sér fyrir skemmstu.

Samningurinn hefur í för með sér að frá og með þessu sumri munu nokkrir sölu- og þjónustuaðilar Claas í Þýskalandi og Sviss bjóða bændum upp á vörur frá AgXeed. Bændum verður ekki einungis boðið upp á að kaupa tækin, heldur verður líka boðið upp á að taka tækin á leigu. Með því verður þröskuldurinn á því að komast í tæri við sjálfkeyrandi tæki lægri og AgXeed fær tækifæri til þess að stunda auknar prófanir á sínum tækjum við raunverulegar aðstæður.

AgXeed er þegar búið að setja á markað þrjú sjálfkeyrandi landbúnaðartæki. Fyrst kynntu þau sjálfkeyrandi beltatraktor með 154 hestafla vél árið 2020, síðan komu þau með sérhæft þriggja hjóla tæki fyrir vínrækt árið 2021.

Núna nýlega kynnti AgXeed 74 ha dráttarvél sem ekur um á fjórum hjólum.

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu
Fréttir 11. desember 2025

Kolefnisspor íslenskra matvæla á pari við Evrópu

Ný rannsókn Matís sýnir að kolefnisspor helstu íslenskra matvæla – mjólkur, kjöt...

Þörungakjarni með mörg hlutverk
Fréttir 11. desember 2025

Þörungakjarni með mörg hlutverk

Undirrituð hefur verið formleg viljayfirlýsing um stofnun Þörungakjarna á Akrane...

Húsaeiningar frá Noregi
Fréttir 9. desember 2025

Húsaeiningar frá Noregi

Nýlega komu um tvö þúsund fermetrar af svonefndum „Modulum“, sem eru forsmíðaðar...

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Unnið að friðun sex svæða á landsbyggðinni

Alþingi hefur samþykkt framkvæmdaáætlun náttúruminjaskrár til ársins 2029. Um tí...

Gervigreind í Grímsnesi
Fréttir 9. desember 2025

Gervigreind í Grímsnesi

Grímsnes- og Grafningshreppur tekur nú þátt í þróunarverkefni í samstarfi við up...

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni
Fréttir 9. desember 2025

Jarðakaup frumkvöðla á landsbyggðinni

Þingsályktunartillaga um nýtt fyrirkomulag jarðakaupa frumkvöðla á landsbyggðinn...

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti
Fréttir 8. desember 2025

Þurfum að viðhalda sérstöðu og forskoti

Niðurstöðu COP30 sem fram fór í Brasilíu í nóvember hefur verið lýst sem lægsta ...

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum
Fréttir 8. desember 2025

Fituúrgangur til framleiðslu á hreinsivörum

Nýsköpunarfyrirtækið Gefn sérhæfir sig í framleiðslu á umhverfisvænum bílahreins...