Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, í pontu á Arctic Circle í Hörpu.
Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent hjá Landbúnaðarháskóla Íslands, í pontu á Arctic Circle í Hörpu.
Mynd / ghp
Fréttir 8. nóvember 2023

Sértækar aðgerðir þarf til að forða hruni í landbúnaði

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Fæðuöryggi var til umræðu á einu pallborðanna á ráðstefnunni Arctic Circle sem haldin var í Hörpu dagana 19.–21. október sl. Þar steig í pontu Jóhannes Sveinbjörnsson, dósent hjá Landbúnaðarháskóla Íslands.

Skýr greinarmunur var gerður á fæðuöryggi (e. food security) annars vegar og fæðusjálfstæði eða sjálfsaflahlutfalli í fæðuframleiðslu (e. food self-sufficiency) hins vegar. Fæðuöryggi þjóða getur verið uppfyllt með því að uppfylla fæðuframboð án tillits til staðsetningar framleiðslunnar. Fæðusjálfstæði þjóðar ræðst hins vegar af hæfni hennar til að fullnægja fæðuþörf með eigin framleiðslu.

Jóhannes birti sjálfsaflahlutfall fimm eylanda í norðri og vísaði þar í tölur úr skýrslu sem unnin var fyrir Norðurlandaráð og Norrænu ráðherranefndina árið 2022. Ísland mælist þar með 53% sjálfsaflahlutfall, Færeyjar mælast með 22%, Grænland 17%, Åland með 59% og Bornholm 6%.

Sjálfsaflahlutfall Íslands hefur minnkað

Jóhannes bendir á að sjálfsafla­hlutfallið á Íslandi hafi minnkað og vísaði þar í niðurstöður sem birtust í skýrslunni Fæðuöryggi á Íslandi, frá árinu 2021, þar sem kom meðal annars fram að hlutfall erlendra matvara hefur aukist á kostnað þess sem framleitt er hér á landi.

Á pallborðinu spurði Jóhannes hvað gæti valdið þessum samdrætti á Íslandi. Ekki væri um að ræða skort á auðlindum eða innviðum til aukinnar fæðuframleiðslu, heldur mætti rekja þær til samspils efnahagslegra þátta. Hann nefndi að hér skorti hvata til aukinnar framleiðslu landbúnaðarafurða, búskapur væri láglaunastarf og of lítið væri gert til að taka frá besta mögulega landsvæði til landbúnaðarframleiðslu.

Bændur taka á sig neikvæða þróun

„Þó að mörgum finnist matarkarfan dýr þá hefur hún til lengri tíma litið verið minnkandi hluti af heildarkostnaði heimilanna. Þegar landverð hækkar og kaupmáttarþróun hjá flestum starfsstéttum er jákvæð á meðan afkomuþróun í landbúnaði er neikvæð, verður landbúnaðurinn óhjákvæmilega undir í samkeppni um auðlindir og mannafla. Þetta er stór ógn og getur valdið algeru hruni eins og mörg dæmi finnast um í mannkynssögunni,“ segir Jóhannes, en hann var fenginn til að vinna tillögur að fæðuöryggisstefnu fyrir matvælaráðuneytið árið 2022. Síðan þá hefur Matvælastefna og Landbúnaðarstefna verið samþykkt á Alþingi.

„Mín skoðun er að þrátt fyrir góðar aðgerðir stjórnvalda varðandi kornræktina og fleira þurfi að mæta því sérstaklega hvað ástandið í heiminum síðustu misseri hefur þýtt fyrir landbúnaðinn. Það þarf sértækar aðgerðir núna til að forða hruni og jafnframt að byggja umgjörð landbúnaðarins til framtíðar þannig upp að hún geri ráð fyrir og mæti svona sveiflum.

Meðan flestar stéttir geta barist fyrir sínum kaupmætti mjög reglulega í kjarasamningum, eru samningar bænda við ríkið bundnir til mjög langs tíma, og taka almennt ekki mið af sveiflum í kostnaðarliðum. Þar að auki hefur það afurðaverð sem markaðurinn greiðir tilhneigingu til að hækka seinna heldur en kostnaðurinn gerir.

Bændur hafa enga tryggingu fyrir stöðugum kaupmætti, hvað þá kaupmáttaraukningu, heldur þurfa þeir að taka af launum sínum neikvæða þróun allra helstu kostnaðarliða þessi misserin, með skelfilegum afleiðingum fyrir nýliðun í landbúnaði og sjálfsaflahlutfall í fæðuframleiðslu, sem er mikilvægur hluti fæðuöryggis,“ segir Jóhannes.

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...