Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sláturfélag Suðurlands selur kjötálegg úr svínaafurðum undir vörumerkjunum SS og Búrfell.
Sláturfélag Suðurlands selur kjötálegg úr svínaafurðum undir vörumerkjunum SS og Búrfell.
Mynd / ghp
Leiðari 24. apríl 2024

Sérmerktar svínavörur

Höfundur: Guðrún Hulda Pálsdóttir

Svínaeldi er búgrein sem liggur oft undir gagnrýni. Upp úr síðustu aldamótum urðu nokkur þáttaskil í svínarækt á Íslandi.

Umfangsmiklir framleiðendur komu sér fyrir á markaðnum og ýttu út smærri svínabúum. Björgvin Þór Harðarson, svínabóndi í Laxárdal, lýsir því sem svo að markaðurinn hafi þá þanist út og afurðaverð hrapað. Nýir stórframleiðendur hafi boðið svínakjöt á lágu verði. Afurðastöð tók við því kjöti og afþakkaði þá afurðir frá smærri svínabúum. Stóðu þá bændur frammi fyrir því að geta ekki sent grísi í sláturhús. Leiddi það til þess að allmargir þeirra lögðu upp laupana og sé það m.a. ástæða þess að svo fáir svínabændur eru starfandi hér á landi.

Meðan afurðaverð var með allra lægsta móti brugðu hjónin í Laxárdal, fyrrnefndur Björgvin og Petrína Þórunn Jónsdóttir, á það ráð að finna sér aðrar tekjuleiðir samhliða svínabúskapnum. Um vegferð þeirra er fjallað hér í blaðinu og, að öðrum ólöstuðum, má segja að svínabúið í Laxárdal sé til mikillar eftirbreytni þegar kemur að góðum búrekstri, dýravelferð og sjálfbærni. Svínin eru alin á korni sem Björgvin ræktar. Aðbúnaður svína er með besta móti, þeim er sinnt af alúð og elju sem sýnir sig í gæðaafurðum Korngríss frá Laxárdal. Þegar neikvæðar umræður um svínabúskap ber á góma er rakið að nefna þetta fyrirmyndarbú sem dæmi um það sem er vel gert innan þessarar búgreinar.

Bændurnir í Laxárdal eru einu föstu innleggjendur svínakjöts til Sláturfélags Suðurlands og því er íslenskt svínakjöt undir vörumerkjum SS líklega alið af fjölskyldunni í Laxárdal, framleiðendum sem afurðafyrirtækið getur verið stolt af.

Neytendur eru alltaf að verða meðvitaðri og ábyrgari við vöruval. Þó að verðmiðinn stjórni enn miklu um ákvörðunina um hvaða matvöru eigi að kaupa, eru gildi á borð við framleiðsluaðferðir og umhverfisáhrif farin að snúa neytendum í átt að vörum sem sannanlega fylgja nútímakröfum.

Í því samhengi er sennilegt að kaupendur svínakjöts vilji, ef til vill, hafa möguleikann á að geta valið á milli kjöts af svínum öldum á íslensku korni á fjölskyldubúi, kjöts af svínum á Kjalarnesi öldum á innfluttu fóðri og innfluttu svínakjöti. Neytendur vilja jafnvel borga meira fyrir vörur sem lúta gildum þeirra. Þannig væri mögulega hægt að markaðssetja Korngrís frá Laxárdal sem lúxusvöru á hærra verði ef svo ber undir.

En einhverra hluta vegna hefur SS ekki séð sér fært að kanna þann möguleika í samstarfi við framleiðendurna. Flækjustigi við vinnslu er kennt um eins og fram kemur hér í tölublaðinu. Bændurnir í Laxárdal hafa reynt að eiga samræður við afurðafyrirtækið sitt en ekki haft erindi sem erfiði. Í minni afurðafyrirtækjum hér á landi hefur verið tekið upp rekjanleikakerfi sem tengir kjötvörur við bæjarnúmer, hvar neytendur geta jafnvel aflað sér upplýsinga um hvers kyns haga búfénu er beitt á. Lotumerkingar eru skylda og kerfin eru til. Tækifærið til eftirbreytni er borðleggjandi.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...