Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 2 ára.
Saurbær
Bóndinn 22. mars 2023

Saurbær

Við fáum að líta inn hjá þeim Heiðrúnu og Pétri og gefum þeim orðið: Við kaupum býli og rekstur árið 2014 af föður Heiðrúnar, Eymundi Þórarinssyni, og tókum við bæði hrossa- og nautgriparækt sem við höfum haldið áfram með. Saurbær hefur verið í fjölskyldu Heiðrúnar síðan fyrir aldamót 1900 og er Heiðrún 5. ættliður sem tekur við.

Býli: Saurbær.

Staðsett í sveit: Fyrrum Lýtingsstaðahreppi, Skagafirði.

Ábúendur: Heiðrún Ósk Eymundsdóttir og Pétur Örn Sveinsson.

Fjölskyldustærð: Við hjónin, Árdís Hekla, 5 ára og Halldóra, Sól 2 ára. Hundurinn Lýra og kisurnar Snotra og Rósa.

Fjölskyldan á Saurbæ.

Stærð jarðar: Tæpir 250 hektarar, þar af 47 hektarar ræktað land.

Gerð bús: Hrossarækt og nautgriparækt. Hryssur og unghross í hagagöngu og uppeldi. Tökum hross í tamningu, þjálfun og sinnum reiðkennslu. Erum með íbúð í leigu fyrir ferðaþjónustu.

Fjöldi búfjár: Hrossin okkar eru ca 60. Rúmlega 20 holdakýr, tæplega 20 naut í uppeldi. 10 kindur.

Nautið Aladín, undan Draumi við störf í sumar.

Hefðbundinn vinnudagur: Hann getur oft verið óhefðbundinn! En svona venjulega þá er gefið í hesthúsinu milli 7-7:30. Svo er morgunmatur og annað okkar keyrir dæturnar í leikskóla í Varmahlíð. Svo hefst vinnan í hesthúsinu við að þjálfa hestana og öllu sem því tilheyrir.

Hirt er um naut og kýr í fjósinu kvölds og morgna. Útigangi gefið, lagað það sem þarf að laga. Reiðkennslu sinnt og íbúðin græjuð ef það á við. Dagurinn getur annars verið mismunandi milli árstíða.

Pétur Örn og Hlekkur frá Saurbæ á Landsmóti í sumar.

Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin: Skemmtilegast er að þjálfa góða hesta, taka á móti heilbrigðu ungviði og heyskapur í góðu veðri og allt virkar. Það er allt skemmtilegt þegar það gengur vel. Leiðinlegast eru veikindi og bilanir af öllu tagi.

Búskapurinn eftir 5 ár: Ná betri árangri í því sem við erum að gera og frekari uppbygging eigi sér stað á bænum.

Tveir rúmlega þrítugir teknir til kostanna.

Ísskápurinn: Mjólk, ostur, smjör.

Vinsælasti maturinn á heimilinu: Nautalund með öllu tilheyrandi, úr eigin ræktun að sjálfsögðu, hjá okkur fullorðna fólkinu, en hjá dætrunum er það sjálfsagt grjónagrautur og slátur.

Eftirminnilegasta atvikið: Það eru mörg eftirminnileg atvik sem koma upp hugann.

Ef við nefnum frá síðasta ári, þá komst hestur frá okkur, hann Hlekkur frá Saurbæ, í úrslit í feiknasterkum A-flokki á Landsmóti, en Pétur sýndi hestinn og hefur þjálfað og byggt hann upp. Einnig áttum við 8. þyngsta nautið yfir landið í fyrra.

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur
Fréttir 16. janúar 2026

Greiðir tæplega helming skuldar við bændur

Vegna rekstrarvanda á undanförnum misserum náði Ístex ekki að standa í skilum vi...

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni
Fréttir 16. janúar 2026

Ingólfur sæmdur fálkaorðunni

Halla Tómasdóttir, forseti Íslands, sæmdi fjórtán Íslendinga heiðursmerki hinnar...

Mata fær langmest af kjötkvóta
Fréttir 16. janúar 2026

Mata fær langmest af kjötkvóta

Búið er að úthluta tollkvótum fyrir landbúnaðarvörur frá Evrópusambandinu fyrir ...

2025 hlýjast frá upphafi mælinga
Fréttir 16. janúar 2026

2025 hlýjast frá upphafi mælinga

Árið 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga samkvæmt upplýsingum f...

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa
Fréttir 16. janúar 2026

Dæmdur fyrir vanrækslu nautgripa

Héraðsdómur Norðurlands vestra dæmdi nautgripabónda til sex mánaða skilorðsbundi...

Hvað á klukkan að vera?
Fréttir 15. janúar 2026

Hvað á klukkan að vera?

Nú eru í gangi tveir undirskriftalistar á island.is þar sem annars vegar er bari...

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður
Fréttir 15. janúar 2026

Undanþáguheimildir til sameininga felldar niður

Drög að frumvarpi um breytingu á búvörulögum hafa verið birt á vef Alþingis. Í þ...

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló
Fréttir 15. janúar 2026

Tap af nautaeldi nam 19 krónum á hvert framleitt kíló

Enn er nokkurt rekstrartap af nautaeldi á Íslandi og samkvæmt rekstraryfirliti R...