Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 1 árs.
Sala á drykkjarmjólk dregst saman
Fréttir 12. ágúst 2022

Sala á drykkjarmjólk dregst saman

Höfundur: Vilmundur Hansen

Sala á mjólkurvörum síðustu sex mánuði er yfir áætlunum. Sala á Smjöri og Smjörva helst nokkurn veginn óbreytt miðað við sama tímabil í fyrra en sala á osti hefur aukist um 2,6%.

Samkvæmt því sem segir í Mjólkurpóstinum, fréttabréfi Mjólkursamsölunnar, heldur sala á drykkjarmjólk áfram að gefa eftir en sala á bragðbættri mjólk eins og Kókómjólk, Hleðslu og Næringu eykst um 4,9% frá sama tíma í fyrra. Sala á skyri, jógúrt og rjómavörum dregst saman um 1,5%. Mjólkursamsalan gerði ráð fyrir 14.595 milljóna sölu, en sala var yfir áætlun og fór í 14.777 milljónir króna eða 183 milljónir yfir tekjuáætlun tímabilsins.

Ferðamenn auka sölu. Í kjölfar afléttinga vegna Covid-19 hefur sala á hótelum, veitingastöðum og kaffihúsum aukist og hefur það skilað sér til Mjólkursamsölunnar í auknum viðskiptum.

Í Mjólkurpóstinum segir að hjá MS hafi orðið vart við neyslubreytingar sem koma meðal annars fram í aukinni neyslu á nýmjólk en samdrætti í fituminni mjólk og bragðbættar drykkjarvörur hafa verið í sókn undanfarið.

Vorverkum bænda seinkar
Fréttir 16. maí 2024

Vorverkum bænda seinkar

Veturinn sem leið var sá kaldasti frá vetrinum 1998 til 1999, samkvæmt tíðindum ...

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára
Fréttir 16. maí 2024

Riðuveiki útrýmt innan 20 ára

Landsáætlun um riðuveikilaust Ísland hefur verið sett í samráðsgátt stjórnvalda.

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði
Fréttir 16. maí 2024

Kornþurrkstöð reist í Eyjafirði

Grunnur undir kornþurrkstöð í Eyjafirði er nú að taka á sig mynd í landi Laugala...

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu
Fréttir 16. maí 2024

Mjólkurframleiðendur fá arðgreiðslu

Kúabændur á starfssvæði Auðhumlu mega gera ráð fyrir arðgreiðslu frá samstæðunni...

Vetnisknúin skip í smíðum
Fréttir 15. maí 2024

Vetnisknúin skip í smíðum

Smíði er hafin á tveimur vetnis­ skipum á vegum Samskipa. Áætlað er að þeim verð...

Drómasýki í hrossum
Fréttir 13. maí 2024

Drómasýki í hrossum

Drómasýki er vaxandi vandamál í íslenskri hrossarækt. Til stendur að stofna star...

Steypan í Þverárrétt rannsökuð
Fréttir 13. maí 2024

Steypan í Þverárrétt rannsökuð

Úlfheiður Embla Ásgeirsdóttir framkvæmdi rannsókn á gæðum steypunnar sem notuð v...

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki
Fréttir 8. maí 2024

Nýtt verknámshús byggt á Sauðárkróki

Verknámshús Fjölbrautaskóla Norðurlands vestra (FNV) á Sauðárkróki mun stækka ve...