Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Saga jarðar og ættar
Líf og starf 14. júlí 2022

Saga jarðar og ættar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bókin, Bustarfell – Saga jarðar og ættar, hefur að geyma tvö handrit sem segja sögu þessa merka höfuðbóls og ættarinnar sem þar hefur búið frá 1532.

Bókin er góður fengur öllum þeim sem láta sig ættfræði, þjóðhætti og sögu íslenska torfbæjarins varða. Jafnframt eru hún gott framlag til héraðs- og menningarsögu Vopnafjarðar. Höfundar handritanna eru séra Einar Jónsson á Hofi og Methúsalem Methúsalemsson, bóndi á Bustarfelli. Rit Einars, Bustarfellsætt (1930), fjallar annars vegar um sögu jarðarinnar fyrir 1532 og hins vegar um ættir Árna Brandssonar og Úlfheiðar Þorsteinsdóttur sem hófu búskap á jörðinni það ár, afkomendur þeirra og ábúendur á jörðinni til aldamótanna 1900. Í riti sínu, Bustarfell (1957), leggur Methúsalem einkum áherslu á sögu ábúenda og búskapar á jörðinni og miðlar þar einstæðum heimildum um gamla torfbæinn. Finnur Ágúst Ingimundarson, fyrrum safnvörður við Minjasafnið á Bustarfelli, bjó handritin til útgáfu og ritar eftirmála þar sem saga Bustarfells er rakin þar sem frásögn Methúsalems sleppir, ágrip af sögu minjasafnsins, auk viðauka sem varða sögu jarðarinnar og ábúendur hennar.

Bustarfell – Saga jarðar og ættar geymir fjölda ljósmynda sem tengjast ábúendum að fornu og nýju, svo og minjasafninu og safnkosti þess. Útgefandi er Minjasafnið á Bustafelli. 

Skylt efni: Bækur

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa
Fréttir 5. desember 2025

Mikil aukning í notkun lífrænna áburðargjafa

Frá 2009 hefur hlutfall þess niturs sem kemur úr lífrænum úrgangi í öllum landgr...

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir
Fréttir 5. desember 2025

Fimm loðdýrabú leggjast af og eitt stendur eftir

Fimm loðdýrabú á Suðurlandi eru nú hætt starfsemi og búið er að loka sameiginleg...

Góður árangur náðst
Fréttir 4. desember 2025

Góður árangur náðst

Hluti af áburðarráðgjöf Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins (RML) til bænda hefur...

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað
Fréttir 4. desember 2025

Ávinningur felist í því að lækka rekstrarkostnað

Stjórnir Frjálsa lífeyrissjóðsins og Lífeyrissjóðs bænda hafa undirritað viljayf...

Heilbrigð mold í frískum borgum
Fréttir 4. desember 2025

Heilbrigð mold í frískum borgum

Alþjóðlegur dagur jarðvegs er haldinn 5. desember ár hvert til að vekja athygli ...

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum
Fréttir 4. desember 2025

Kúabændur andvígir breytingum á búvörulögum

Á föstudaginn í síðustu viku hélt hópur kúabænda á fund ráðherra þar sem mótmælt...

Gríðarlega mikilvægur vettvangur
Fréttir 4. desember 2025

Gríðarlega mikilvægur vettvangur

Framkvæmdastjóri Loftslagsráðs, Anna Sigurveig Ragnarsdóttir, segir COP enn gríð...

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi
Fréttir 4. desember 2025

Loðdýraeldi leggst af á Íslandi

Allir loðdýrabændur á Suðurlandi, fimm að tölu, eru nú að hætta minkarækt þar se...

https://bestun.airserve.net/banner_bundles/de3e87e0d8dde67f98882b3ac12f8b2f