Vinsamlegast athugið að þetta efni er eldra en 3 ára.
Saga jarðar og ættar
Líf og starf 14. júlí 2022

Saga jarðar og ættar

Höfundur: Vilmundur Hansen

Bókin, Bustarfell – Saga jarðar og ættar, hefur að geyma tvö handrit sem segja sögu þessa merka höfuðbóls og ættarinnar sem þar hefur búið frá 1532.

Bókin er góður fengur öllum þeim sem láta sig ættfræði, þjóðhætti og sögu íslenska torfbæjarins varða. Jafnframt eru hún gott framlag til héraðs- og menningarsögu Vopnafjarðar. Höfundar handritanna eru séra Einar Jónsson á Hofi og Methúsalem Methúsalemsson, bóndi á Bustarfelli. Rit Einars, Bustarfellsætt (1930), fjallar annars vegar um sögu jarðarinnar fyrir 1532 og hins vegar um ættir Árna Brandssonar og Úlfheiðar Þorsteinsdóttur sem hófu búskap á jörðinni það ár, afkomendur þeirra og ábúendur á jörðinni til aldamótanna 1900. Í riti sínu, Bustarfell (1957), leggur Methúsalem einkum áherslu á sögu ábúenda og búskapar á jörðinni og miðlar þar einstæðum heimildum um gamla torfbæinn. Finnur Ágúst Ingimundarson, fyrrum safnvörður við Minjasafnið á Bustarfelli, bjó handritin til útgáfu og ritar eftirmála þar sem saga Bustarfells er rakin þar sem frásögn Methúsalems sleppir, ágrip af sögu minjasafnsins, auk viðauka sem varða sögu jarðarinnar og ábúendur hennar.

Bustarfell – Saga jarðar og ættar geymir fjölda ljósmynda sem tengjast ábúendum að fornu og nýju, svo og minjasafninu og safnkosti þess. Útgefandi er Minjasafnið á Bustafelli. 

Skylt efni: Bækur

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði
Fréttir 20. janúar 2026

Hjúkrunarfræðinemi hlaut 500.000 króna styrk úr Snorrasjóði

Hinn 29. desember fór fram úthlutun í Múlaþingi úr svonefndum Snorrasjóði en þet...

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal
Fréttir 20. janúar 2026

Vatnsaflsvirkjun áætluð í Gilsárdal

Orkusalan ehf. vinnur að gerð deiliskipulags fyrir 6,7 MW vatnsaflsvirkjun ofarl...

Húsnæði grunnskólans til leigu
Fréttir 20. janúar 2026

Húsnæði grunnskólans til leigu

Sveitarfélagið Skagafjörður auglýsir nú til leigu Grunnskólann á Hólum í Hjaltad...

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni
Fréttir 20. janúar 2026

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni

Stefna Íslands um líffræðilega fjölbreytni til ársins 2030 hefur verið gefin út.

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit
Fréttir 20. janúar 2026

Skýrari flokkun dýrasjúkdóma og enn betra eftirlit

Atvinnuvegaráðuneytið hefur birt drög að reglugerð um flokkun tilkynningar- og s...

Verndun vatns og vistkerfa þess
Fréttir 20. janúar 2026

Verndun vatns og vistkerfa þess

Markmið nýs frumvarps um vatnamál, sem nú er í samráðsgátt stjórnvalda, er einku...

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun
Fréttir 20. janúar 2026

Nýtt mælaborð BÍ tekið í notkun

Nýtt mælaborð hefur verið tekið í notkun hjá Bændasamtökum Íslands (BÍ) sem á að...

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu
Fréttir 20. janúar 2026

Fuglar í vaxandi útrýmingarhættu

Nýr válisti íslenskra fugla leiðir í ljós að 43 tegundir eru á válista, þar af 3...